Egill Sæbjörnsson to represent Iceland at the 57th Venice Biennale

Egill Sæbjörnsson to represent Iceland at the 57th Venice Biennale.
(Icelandic below)
The Icelandic Art Center is proud to announce that the artist Egill Sæbjörnsson has been selected to represent Iceland at the 57th Venice Biennale in 2017. The pavilion will be curated by Stefanie Böttcher.
Egill Sæbjörnsson is a visual artist, performer, musician and composer. His works often consist of combinations of real objects, the illusion and magic of projected video and sound. New technologies, performance and music play an integral role in his pieces as well. Egill is witty, ingenious and deep, all in one. He makes us confused and surprised and leads us to pose ontological questions, doing so in an enjoyable way. Sæbjörnsson’s works are of an experiential nature, requiring neither instructions nor education in order to be understood.
According to the jury: “The inventiveness and humor of Egill Sæbjörnsson’s project, as well as his ability to bring together divergent worlds through the use of different media and platforms to create an immersive environment where the real and concrete intersects with the imagined and the fantastic, will engage the audience of the Venice Biennale in 2017 and beyond with its layered sensorial universe and relevant reflections on our contemporary world.”
Stefanie Böttcher: “I feel extremely honored by the choice of the jury. It is a immense challenge to curate the Icelandic Pavilion at the Venice Biennale, as it is one of the most important art exhibitions worldwide. I am very much looking forward to the project and I am convinced that the visitors will be totally captivated by experiencing Egill Sæbjörnsson’s work. Once they are in, they will become part of it .”
Egill Sæbjörnsson (b.1973) lives and works in Berlin and Reykjavik. Sæbjörnsson’s works and performances have been shown at: The Hamburger Bahnhof – Museum for Contemporary Art in Berlin, Frankfurter Kunstverein, Kölnischer Kunstverein, The Baryshnikov Art Center in New York, Oi Futuro in Rio de Janeiro, PS1 MoMA, Kiasma Helsinki, Museum of Contemporary Art Australia in Sydney.
Gallery shows include: i8 Gallery Reykjavik, Hopstreet Gallery Brussels, Isabella Bortolozzi Gallery Berlin and Johann König Gallery Berlin.
Egill was nominated for the Carnegie Art Awards in 2010 and his works are in found in several private collections and museums. Recent public works are: Steinkugel, a permanent public art work for the Robert Koch Institute, Berlin and Cascade, an extended light installation for the Kunstmuseum Ahlen. In 2011 he collaborated with Marcia Moraes and Robert Wilson on a remake of Wilson’s Einstein on the Beach. Egill has furthermore published three books with his work and released five albums with his music
Egill Sæbjörnsson is represented by i8 Gallery Reykjavik and Hopstreet Gallery Brussels.
Stefanie Böttcher (b.1978) is an art historian and curator. Since June 2015 she is the Artistic Director of the Kunsthalle Mainz where she curated the exhibitions “On the Shoulders of Giants” and “Detail is all”. In 2014, Böttcher worked as a freelance author and curator in Germany and abroad, publishing essays on art as a site for utopia and on individual artists. At the Museum of Contemporary Art Vojvodina (MoCAV) she curated “Beauty Lies Inside Desire” with Halil Altındere, Nathalie Djurberg, Klara Lidén and Agnieszka Polska. Previously she was the Artistic Director of Künstlerhaus Bremen for seven years. She curated the exhibition “8 Ways to overcome Time and Space” (with Una Popović) at the Museum of Contemporary Art Belgrade and the duo show “Transit” including the artists Korpys/Löffler and Christian Haake at manzara Istanbul. Böttcher has extensive experience in creating large-scale exhibitions and in accompanying artistic processes in concept and realization. She realized notable solo exhibitions with young international artists like Lara Almarcegui, Sofia Hultén, Ahmet Öğüt or Kateřina Šedá, and she has as well worked with artists such as Tim Etchells, Robert Kinmont and Icelandic artists, Hreinn Friðfinnsson and Ragnar Kjartansson.
Icelandic Art Center
The Icelandic Art Center is the commissioning body of the Icelandic Pavilion at the Venice Biennale. Members of the selection committee were: Björg Stefánsdóttir, Director of the Icelandic Art Center; Hlynur Hallsson, Director of Akureyri Art Museum and Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Artist. Visiting members in the committee were: Aðalheiður Guðmundsdóttir, Philosopher and Program Director of Art Theory, Department of Fine Art, Iceland Academy of the Arts and Libia Castro, Artist.
For further information contact Björg Stefánsdóttir director of the Icelandic Art Center at bjorg@icelandicartcenter.is / +354 562 7262
//
Egill Sæbjörnsson valinn fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringinn 2017
Það er Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar mikill heiður að tilkynna að Egill Sæbjörnsson hefur verið valinn fulltrúi Íslands á 57. Feneyjartvíæringnum árið 2017. Sýning hans verður unnin í samstarfi við Stefanie Böttcher sýningarstjóra.
Egill Sæbjörnsson er myndlistamaður, gjörningalistamaður, tónlistamaður og tónskáld. Verk hans samanstanda oftar en ekki af samblöndu raunverulegra hluta sem sveipaðir eru tálsýn og töfrum í gegnum vídeóvörpun og hljóð. Nýmiðlar, gjörningar og tónlistarflutningur spilar stórt hlutverk í verkum hans. Egill beitir kímni sinni, klókindum og dýpt, öllu á sama tíma. Hann ruglar fólk í ríminu og kemur á óvart á meðan hann leiðir okkur á ánægjulegan hátt að tilvistarlegum spurningum. Verk Egils eru tilraunakennd og þarfnast hvorki leiðbeininga né kunnáttu til skilnings og upplifunar.
Fagráðið er stóð að valinu þessu sinni segir: ,,Uppátækjasemin og skopskynið sem einkennir verkefni Egils, auk færni hans í að draga saman aðskilda heima með notkun mismunandi miðla til þess að skapa heilsteypt heildarumhverfi þar sem raunveruleikinn skarast á við hið ímyndaða mun fanga athygli áhorfenda á Feneyjartvíæringnum árið 2017, með sínum marglaga heimi sem endurspeglar okkar samtíma og á erindi við heiminn allan.”
Stefanie Böttcher: ,,Ég er mjög heiðruð af vali dómnefndar. Það er heljarinnar áskorun að sýningarstýra íslenska skálanum á Feneyjartvíæringnum sem er ein helsta listasýning í heimi. Ég hlakka afskaplega mikið til verkefnisins og ég er sannfærð um að gestir sýningarinnar verði algjörlega hugfangnir af framlagi Egils Sæbjörnssonar. Um leið og þeir stíga fæti inn í verkið, verða þeir hluti af því.”
Egill Sæbjörnsson (f.1973) býr og starfar í Berlín og Reykjavík. Verk hans og gjörningar hafa verið sýnd í Hamburger Bahnhof – safni fyrir samtímalist í Berlín; Frankfurter Kunstverein; Kölnischer Kunstverein; The Baryshnikov Art Center í New York; Oi Futuro í Rio de Janeiro; PS1 MoMA; Kiasma í Helsinki; Nýlistasafni Ástralíu í Sydney
Meðal gallerísýninga hans má nefna: i8 gallerí Reykjavík; Hopstreet Gallery, Brussel; Isabella Bortolozzi Gallery, Berlín og Johann König Gallery, Berlín.
Egill var tilnefndur til Carnegie listverðlaunanna árið 2010 og verk hans má finna í þónokkrum einkasöfnum. Tvö nýleg verk eftir hann eru: Steinkugel, varanlegt listaverk í opinberu rými fyrir Robert Koch Institute í Berlín og Cascade, ljósainnsetning fyrir Kunstmuseum Ahlen. Árið 2011 vann hann ásamt Marcia Moraes og Robert Wilson að endurgerð á verki Wilson sem ber titilinn Einstein on the Beach. Egill hefur auk þess gefið út þrjár bækur með verkum sínum og gefið út fimm plötur með tónlist sinni. Egill vinnur með galleríunum i8 í Reykjavik og Hopstreet Gallery í Brussel.
Stefanie Böttcher (f.1978) er listfræðingur og sýningarstjóri. Frá 2015 hefur hún verið listrænn stjórnandi Kunsthalle Mainz þar sem hún stýrði sýningunum “On the Shoulders of Giants” og “Detail is all”. Árið 2014, vann Böttcher sem sjálfstætt starfandi rithöfundur og sýningarstjóri í Þýskalandi sem og annars staðar, og birti rit um list sem stað sem ekki væri til og um ýms listamenn. Í nýlistasafni Vojvodina (MoCAV) sýningarstýrði hún “Beauty Lies Inside Desire” með Halil Altındere, Nathalie Djurberg, Klara Lidén og Agnieszka Polska. Áður var hún listrænn stjórnandi Künstlerhaus Bremen í sjö ár. Hún sýningarstýrði sýningunni “8 Ways to overcome Time and Space” (með Una Popović) í samtímalistasafni Belgrad og sýningunni “Transit” eftir listamennina Korpys/Löffler og Christian Haake í Istanbul. Böttcher býr yfir umfangsmikilli reynslu í að skapa yfirgripsmiklar sýningar og er vön í að fylgja listferli frá hugmynd til raunveruleika. Hún framkvæmdi einkasýningar með ungum alþjóðlegum listamönnum á borð við Lara Almarcegui, Sofia Hultén, Ahmet Öğüt og Kateřina Šedá, auk þess sem hún hefur unnið með listamönnum á borð við Tim Etchells, Robert Kinmont og íslensku listamönnunum Hreini Friðfinnssyni and Ragnari Kjartanssyni.
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar er umsjónaraðili íslenska skálans á Feneyjartvíæringnum. Val á fulltrúa Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2017 var í höndum fagráðs sem samanstóð af Björgu Stefánsdóttur framkvæmdastjóra KÍM, Hlyni Hallssyni safnstjóra Listasafnsins á Akureyri og Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur listamanni. Gestir fagráðsins að þessu sinni voru Aðalheiður Guðmundsdóttir, listheimspekingur og fagstjóri fræðigreina við myndlistardeild Listaháskóla Íslands auk Libiu Castro listamanns.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Björgu Stefánsdóttur framkvæmdastjóra KÍM á bjorg@icelandicartcenter.is eða 562 7262