Icelandic Art Center
Icelandic Art Center

Umsóknarferli

Umsóknir eru ekki teknar gildar nema að neðangreindum forsendum uppfylltum:

Umsækjandi skal hafa íslenskt ríkisfang og/eða hafa búið á Íslandi a.m.k. undanfarin fimm ár.

Umsækjandi skal hafa sýnt verk sín á viðurkenndum sýningarstað.

Umsækjandi skal hafa boð um verkefnið frá viðkomandi stofnun, sýningarstað, galleríi eða útgefanda.

Umsóknin skal vera send af listamanni, sýningarstjóra, eða fulltrúa stofnunar sem hyggst sýna verk listamannsins.

Verkefnið þarf að eiga sér stað á sama ári og umsókn er send inn.

 

Umsóknin telst ekki gild og er þar með ekki tekin fyrir ef eitt eða fleiri af neðangreindum upplýsingum vantar:

Ferilskrá með fullnægjandi upplýsingum um menntun og fyrri sýningar

Texti um listamanninn (Artist Statement)

Lýsing á verkefninu eða verkáætlun vegna vinnustofudvalar/ferðalags

Boðsbréf frá viðeigandi stofnun

Myndir eða vídeó (að hámarki fimm)

Kostnaðaráætlun

 

Umsókninni skal skila beint á heimasíðuna en ekki er tekið við gögnum með pósti né tölvupósti.

Umsóknareyðublað fyrir styrki

 

Forsendur

Valnefnd úthlutar styrkjum með hliðsjón af fylgigögnum og umsókn.
Forsendurnar eru eftirfarandi:

 

Gæði, umfang og sýnileiki verkefnisins í alþjóðlegu samhengi.

Gæði, umfang og sýnileiki sýningarinnar, sýningarstaðar/vinnustofu.

Umsóknin:

Lýsing og markmið með verkefninu.

Sannfærandi rök fyrir mikilvægi verkefnisins.

Að heildarmynd sé á verkefninu.

Að kostnaðaráætlun sé raunhæf.

 

Styrkþegar skulu tryggja að Kynningarmiðstöðvarinnar sé á viðeigandi hátt getið sem styrktaraðila í sýningarskrá, á boðskortum og öllu því kynningarefni sem verkefninu tilheyrir.

Merki Kynningarmiðstöðvarinnar er hægt að nálgast hér.

 

Kynningarefni tengt verkefninu skal sent til Kynningarmiðstöðvarinnar.

 

Styrkþegar verða kynntir á vefsíðu Kynningarmiðstöðvar. Kynningarmiðstöðin óskar því eftir stuttum texta um viðkomandi listamann (200 orð), ljósmyndum og öðru kynningarefni á tölvutæku formi, a.m.k 2 vikum áður en til verkefnis kemur.

Ef verkefnið / ferðalagið / útgáfan, verður ekki að veruleika af einhverjum orsökum, eða er seinkað, er styrkþega skylt að tilkynna það til miðstöðvarinnar svo mögulegt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana.