Áhugaverðasta samsýningin: Endurómur

Verksmiðjan á Hjalteyri fékk viðurkenningu fyrir áhugaverðustu samsýninguna 2022 fyrir sýninguna Endurómur í umsjón Olgu Bergmann og Önnu Hallin.

Endurromur Íslensku myndlistarverðlaunin 2022

Í umsögn Myndlistarráðs kemur fram:

„Það hefur lengi verið styrkur og sérstaða íslenskrar myndlistarsenu að listamenn hafa sjálfir iðulega skipulagt metnaðarfull alþjóðleg sýningarverkefni þar sem list þeirra nýtur sín í víðtæku samhengi sem hún ætti ekki annars kost. Þetta er einmitt styrkur sýningarinnar Enduróms í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Kjarninn í sýningunni eru verk þeirra Olgu Bergmann og Önnu Hallin sem á aðdáunarverðan hátt buðu með sér áhugaverðum alþjóðlegum listamönnum til að auka við og efla merkingu þess kjarna. Með þeim í sýningunni tóku þátt þau Angela Dufresne frá Bandaríkjunum, Vesa-Pekka Rannikko frá Finnlandi og Simon Rouby frá Frakklandi. „

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur