Dieter Daniels

Dieter Daniels er þriðji gesturinn í fyrirlestrarröðinni Umræðuþráðum á þessum vetri.

Talk Series Dieter Daniels

Fyrirlestur Dieter Daniels nefndist Audiovisualogy: hybridity of science, art, entertainment and business og sækir innblástur sinn í sýninguna Hljómfall litar og línu sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi. Dieter fjallar um hvernig upplifun okkar einkennist í auknum mæli af ýmis konar hljóð- og myndefni. Með tilkomu stafrænnar tækni er framleiðsla hljóð- og myndefnis orðin hluti af margs konar tæknimiðlum og list- og markaðsgreinum. Í fyrirlestrinum er tækniþróunin skoðuð í sögulegu ljósi og hin ýmsu tímabil borin saman. Þá verður sýnt fram á tengsl tækni, vísinda og skynfræði við tónlist og myndlist allt frá 18. öld.

Dieter Daniels hefur verið prófessor í listasögu og miðlafræði við listaakademíuna í Leipzig (HGB) síðan árið 1993 og hefur komið að fjölmörgum verkefnum á sviði miðlalistar. Dieter var einn stofnenda Videonale Bonn árið 1984 og stýrði Mediatheque ZKM safnsins á árunum 1991-1993. Hann var einn ritstjóra «Media Art Net» (www.mediaartnet.org) á árunum 2001 – 2005 og yfirmaður Ludwig Boltzmann Institute Media. Art. Research í Linz frá 2005-2009. Dieter Daniels hefur auk þess skrifað um myndlist 20 aldarinnar, um Marcel Duchamp, Fluxus og John Cage, en einnig um miðlalist, til að mynda tveggja binda útgáfuna Audiovisuology: An Interdisciplinary Survey of Audiovisual Culture (2010).

Audiovisualogy: hybridity of science, art, entertainment and business. Dieter Daniels, 8. apríl 2014.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur