Douglas Gordon

Listamaðurinn Douglas Gordon er um þessar mundir gestakennari við myndlistardeild Listaháskóla Íslands.

Talk Series Douglas Gordon

26. september 2016

Listamaðurinn Douglas Gordon er um þessar mundir gestakennari við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Að því tilefni mun hann halda fyrsta erindi vetrarins í fyrirlestrarröðinni Umræðuþræðir. Það er mikill fengur að fá þennan áhugaverða listamann til þess að segja frá því sem hann er að fást við um þessar mundir.

Douglas Gordon er heimskunnur listamaður sem öðlaðist alþjóðlega viðurkenningu þegar hann hlaut Turner verðlaunin árið 1996 og var fulltrúi Bretlands á Feneyjatvíæringnum árið eftir. Viðfangsefni hans eru af ýmsum toga en iðulega koma pælingar um tíma og minni við sögu. Hann skírskotar í menningarsöguna og sammannlegt minni og útfærir verk í ýmsa miðla, þótt einkum sé hann þekktur fyrir viðamikil myndbandsverk og -innsetningar.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur