Gregory Volk

Sýningarstjórinn og listgagnrýnandinn Gregory Volk var gestur Umræðuþráða.

Talk Series Gregory Walk

Í erindinu, Once, then Something: Wonderful Encounters with Marvelous Art, mun Volk fjalla um eigin upplifanir og persónulega sýn á samtímalistina. Fremur en að fjalla um viðfangsefnið frá sjónarhorni listrýnandans reynir hann að taka upp afstöðu hins almenna áhorfanda og listunnanda. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Gregory Volk er sjálfstætt starfandi listgagnrýnandi og sýningarstjóri og var prófessor við Virginia Commonwealth University þar til nýlega. Hann skrifar reglulega í listtímarit eins og Hyperallergic og Art in America. Hann hefur einnig ritað um listamenn í ýmsar útgáfur og sýningarskrár, meðal annars: Vito Acconci: Diary of a Body, 1969-1973 (Charta, 2007), Ragna Róbertsdóttir Works 1984-2017 (Distanz Verlag, 2018) og Katharina Grosse (Lund Humphries, 2020). Volk lauk BA gráðu Colgate University og MA frá Columbia University.

Gregory Volk starfar á alþjóðlegum vettvangi sem textahöfundur og sýningarstjóri og hefur sýningarstýrt fjölda myndlistasýninga bæði í Bandaríkjunum og víðar. Hann heimsótti Ísland upphaflega árið 1999 og hefur síðan ferðast reglulega til landsins. Einnig hefur hann skrifað um fjölda íslenska listamenn og boðið þeim til alþjóðlegra sýninga sem hann hefur stýrt, meðal annars Rögnu Róbertsdóttur og Ragnar Kjartansson. Hann er staddur á Íslandi í sýningastjóra-dvöl (e. Curator in Residence) á vegum Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Volk mun fjalla um valin samtímalistaverk sem hafa haft sérstök áhrif á hann. Frekar en að ræða um inntak, efni eða gerð verkanna, eða hvernig þau falla í listsögulega umgjörð samtímalistarinnar er áhersla lögð á áhrifamátt verkanna, og hvernig samtímalistin snertir okkur bæði vitsmunalega og tilfinningalega. Volk tekur dæmi um verk íslenskra, bandarískra og alþjóðlegra listamanna. Samtímalistin getur bæði heillað og komið á óvart. Dæmi eru skúlptúr sem bíður áhorfandanum að ganga á vatni eða málverk sem unnið er á einni sekúndu, aðlaðandi skúlptúr sem kastar rusli úr loftinu og 64 mínútna langt lag.

Heimsóknin er í samstarfi við Bandaríska sendiráðið á Íslandi.

Once, then Something: Wonderful Encounters with Marvelous Art. Gregory Volk, 21. október, 2021

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur