Hvatningarverðlaun 2020: Claire Paugam

Claire Paugam hlaut Hvatningarverðlaun ársins fyrir metnaðarfullt og kröftugt framlag til myndlistar á árinu.

Islensku myndlistarverðlaunin 2020 Claire Paugam

Claire Paugam (f. 1991) hlaut hvatningarverðlaunin 2020 fyrir metnaðarfullt og kröftugt framlag til myndlistar á árinu. Claire er franskur myndlistarmaður sem búsett hefur verið á Íslandi um árabil. Hún lauk myndlistarnámi við Beaux-Arts de Nantes Métropole árið 2014 og meistaranámi við Listaháskóla Íslands 2016 og hefur síðan verið ákaflega virk í myndlistarumhverfinu, bæði á Íslandi og Frakklandi.

Claire fæst að jöfnu við myndlist og önnur fjölbreytt verkefni á sviði sýningarstjórnunar, sviðshönnunar, gerð tónlistarmyndbanda, ljóða og textaverka. Má helst nefna einkasýningarnar Pouring Inside í sýningarrýminu Flæði sem var utandagskrárviðburður listahátíðarinnar Sequences IX og Versatile Uprising, gagnvirka innsetningu í gluggagalleríinu Veður og vindur, ásamt Raphaël Alexandre.

Claire vinnur með persónulega fagurfræði í verkum sínum, að mati dómnefndar hefur hún skýra og áhugaverða listræna sýn og er gjöfull og kröftugur þátttakandi í listinni.

Claire Paugam : Pouring Inside, 2019. Flæði.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur