Karin Sander

Karin Sander er listakona sem hefur öðlast heimsathygli fyrir margháttaða listsköpun af hugmyndafræðilegum toga.

Talk Series Karin Sander

25. október 2016

Karin Sander dregur athygli að hinu flókna sambandi á milli listaverks, stofnunar og áhorfenda með innsetningum sínum, skúlptúrum, ljósmyndum, nýjustu tækni og öðrum miðlum. Inngrip listakonunnar í rými og arkítektúr eru sérlega eftirtektarverð en hún kennir við List- og arkítektúrháskólann ETH í Sviss. Hún hefur komið margoft til Íslands og oft á tíðum með nemendum sínum. Karin sýndi nýverið í i8 gallerí verkið Kitchen Pieces, sem samanstóð af ávöxtum og grænmeti sem hún negldi beint á vegg.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur