Um miðstöðina

Hlutverk Myndlistarmiðstöðvar er að styðja við og kynna íslenska samtímalist á alþjóðavettvangi. Miðstöðin vinnur að því gegnum styrki, samstarfsverkefni innanlands og utan. Miðstöðin gegnir upplýsingahlutverki gagnvart sýningarstjórum, listamönnum, fjölmiðlum og stofnunum. Auk þess stýrir Myndlistarmiðstöð þátttöku Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist og heldur utan um Myndlistarsjóð.

Um stofnunina

Myndlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun, stofnuð árið 2004, og vinnur samkvæmt skipulagsskrá. Aðilar að Myndlistarmiðstöð eru: viðurkennd listasöfn á sviði myndlistar, höfuðsafn á sviði myndlistar, Myndstef, Samband íslenskra myndlistarmanna, Íslandsstofa, Utanríkisráðuneytið, Samtök listamannarekinna myndlistarrýma og Listfræðafélagið. Stjórn er tilnefnd til þriggja ára í senn og samanstendur af fimm stjórnarmönnum. Stjórnarmenn eru tilnefndir af Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Menningarmálaráðuneytinu, Listfræðafélaginu, Samtökum listamannarekinna myndlistarrýma og forstöðumönnum listasafna.

Fulltrúaráð

Allir aðilar Myndlistarmiðstöðvar eiga sinn fulltrúa í ráðinu. Hver aðili tilnefnir einn fulltrúa í fulltrúaráð og annan til vara nema Samband íslenskra myndlistarmanna sem tilnefnir fimm. Fulltrúaráði er boðið til fundar 1-2 sinnum á ári. Fulltrúaráð kemur að grunnstefnumörkun miðstöðvarinnar. Aðalhlutverk ráðsins er að tengja saman starfsemi miðstöðvar og samstarfsaðila hennar.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur