Krist Gruijthuijsen & Anna Gritz

Krist Gruijthuijsen, forstöðumaður KW Institute for Contemporary Art í Berlín og Anna Gritz, sýningarstjóri KW.

Talk Series Krist Gruijthuijsen & Anna Gritz

Í erindinu, KW Institute for Contemporary Art Then and Now, fjölluðu Gruijthuijsen og Gritz um sögu og stefnu KW og kynntu framtíðarsýn sem tekst á við bæði breyttar þarfir listamanna og áskoranir liststofnanna í menningarumhverfi samtímans.

Krist Gruijthuijsen, sýningarstjóri og listgagnrýnandi, hefur starfað sem forstöðumaður KW Institute for Contemporary Art í Berlín frá árinu 2016. Þar áður starfaði hann sem listrænn stjórnandi Grazer Kunstverein (frá 2012) og kenndi við myndlistardeild Sandberg Instituut í Amsterdam. Hann var einn stofnenda Kunstverein Amsterdam og forstöðumaður stofnunarinnar frá 2009-2012. Hann hefur sýningarstýrt fjölda sýninga, m.a. í Artists Space, New York og í Stedelijk safninu í Amsterdam. Ásamt sýningarteymi KW hefur hann sett upp verkefni og sýningar listamanna sem gjarnan litið hefur verið framhjá eða standa á jaðrinum með einum eða öðrum hætti. Má nefna listamenn á borð við Anna Daučíková, Beatriz González, Hiwa K, and Hassan Sharif. Goethe Institute styrkir heimsókn Gruijthuijsen til landsins.

Anna Gritz er sýningarstjóri KW og frá júní 2022 mun hún taka við sem forstöðumaður Haus am Waldsee í Berlín. Hún hefur sýningarstýrt fjölda sýninga við KW m.a. einkasýningar Judith Hopf, Lynn Hershman Leeson, Steve Bishop, Amelie von Wulffen, og Michael Stevenson, auk samsýninga á borð við The Making of Husbands: Christina Ramberg in Dialogue and Zeros and Ones (með Kathrin Bentele og Ghislaine Leung). Áður starfaði hún sem sýningarstjóri hjá at the South London Gallery (SLG), The Institute of Contemporary Arts (ICA) og Hayward Gallery í London. Gritz hefur skrifað greinar fyrir fjölda listtímarita og sýningarskrár. Hún var í sýningarráðgjöf fyrir Tvíæringinn í Sydney árið 2016 og hefur setið í innkaupanefnd FRAC Lorraine, Metz frá 2019.

KW Institue for Contemporary Art, Krist Gruijthuijsen & Anna Gritz, 3. mars 2021.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur