Maria Hlavajova

Fyrsti gestur Umræðuþráða árið 2023 var Maria Hlavajova, listrænn stjórnandi BAK, basis voor actuele kunst, í Utrecht, Hollandi.

Maria Hlavajova Talk series

Fyrsti gestur Umræðuþráða árið 2023 var Maria Hlavajova, listrænn stjórnandi BAK, basis voor actuele kunst, í Utrecht, Hollandi. Það var mikill fengur fyrir íslenskt listalíf að fá hana til landsins og halda hér fyrirlestur, enda hefur hún að baki áralangan feril sem sýningarstjóri og rannsakandi.

Hugtakið „viðvarandi krísa“ má segja að sé einkennandi fyrir okkar tíma – það endurspeglar langvarandi tímabil óstöðugleika og óöryggis, eða endalausa röð samtengdra hamfara. Hvernig list, hvaða viðfangsefni, hvers konar tilveru verðum við að skapa saman í ljósi þessa? Maria Hlavajova kynnir til leiks úrval verkefna og listsköpunar í sögu BAK-stofnunarinnar, allt frá Former West (2008–2016) til Propositions for Non-Fascist Living (2016 – áframhaldandi), til Trainings for the Not-Yet (2019–2020). Hún greinir merkingu myndlistar, miðað við aðstæður nútímans, á mörkum falskra vona og lamandi örvæntingar. Hún veltir upp möguleikum listar sem róttækrar, íhugandi og afhjúpandi kennslufræði sem miðar að því að læra að vera saman á annan hátt: það er leið til sameiginlegrar heimssköpunar sem felur í sér að læra hvert með öðru það sem ekki er til, og lifa síðan eftir þeirri nýju þekkingu, í nýjum heimi – eins og það væri mögulegt.

Maria Hlavajova er skipuleggjandi, rannsakandi, kennari, sýningarstjóri og stofnandi og listrænn stjórnandi BAK, basis voor actuele kunst, Utrecht (frá 2000). Á árunum 2008 til 2016 var hún listrænn stjórnandi samstarfsrannsókna-, sýningar- og fræðsluverkefnisins FORMER WEST, sem náði hámarki með útgáfunni Former West: Art and the Contemporary After 1989 (sem hún ritstýrði ásamt Simon Sheikh, 2016). Hlavajova hefur komið á fót og skipulagt fjölda verkefna hjá BAK og víðar, þar á meðal röðina Propositions for Non-Fascist Living (2017–áframhaldandi), Future Vocabularies (2014–2017), New World Academy (með Jonas Staal, 2013–2016), ásamt mörgum öðrum alþjóðlegum rannsóknum, sýningum og útgáfuverkefnum. Meðal sýningarstjórastarfa hennar eru Call the Witness, Roma-skálinn á 54. Feneyjatvíæringnum, 2011; Citizens and Subjects, hollenski skálinn á 52. Feneyjatvíæringnum, 2007; og Borderline Syndrome: Energies of Defense, Manifesta 3, Ljubljana, 2000. Rit sem hún hefur ritstýrt eru ma: Fragments of Repair (með Kader Attia og Wietske Maas, væntanleg 2023); Toward the Not-Yet: Art as Public Practice (með Jeanne van Heeswijk og Rachael Rakes, 2021); Deserting from the Culture Wars (með Sven Lütticken, 2020); Propositions for Non-Fascist Living: Tentative and Urgent (með Wietske Maas, 2019); Posthuman Orðalisti (með Rosi Braidotti, 2018); og Marion von Osten: Once We Were Artists (með Tom Holert, 2017), og fleira. Hún er lektor við HKU Listaháskólann í Utrecht og Academy of Fine Arts and Design, Bratislava. Að auki er Maria meðstofnandi (ásamt Kathrin Rhomberg) tranzit-netsins. Hún er meðlimur í ráði Listaháskólans í Prag og í ráðgjafanefndum Bergen Assembly og IMAGINART, Imagining Institutions Otherwise: Art, Politics, and State Transformation, við Háskólann í Amsterdam. Á undanförnum misserum sat Maria í ráðum European Cultural Foundation, Amsterdam og Stedelijk Museum, Amsterdam. Hún býr og starfar í Amsterdam og Utrecht.

Fyrirlesturinn fór fram 23. febrúar 2023.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur