Myndlistarmaður ársins 2020: Guðjón Ketilsson

Guðjón Ketilsson var valinn Myndlistarmaður ársins fyrir sýninguna Teikn, í Listasafni Reykjanesbæjar.

Islensku myndlistarverdlaunin 2020 afhending Gudjon Ketilsson. Ljósmynd: Sunday & White

Guðjón Ketilsson (f. 1956) var valinn Myndlistarmaður ársins fyrir sýninguna Teikn, í Listasafni Reykjanesbæjar.

„Sýningin var samsett úr átta verkum sem tengdust með markvissri framsetningu í sýningarrýminu og fjölluðu öll með einum eða öðrum hætti um tákn, táknmerkingu og „lestur“, í víðum skilningi.

Guðjón hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í sýningum víða um lönd. Verk eftir hann er að finna í öllum helstu listasöfnum landsins. Guðjón hefur unnið jöfnum höndum að teikningum og þrívíðum verkum, eins og sjá mátti á sýningunni, en myndverk hans eru alla jafna í senn mikil völundarsmíð og hugleiðingar um tilvist mannsins. Mörg verka Guðjóns byggja á allra handa vísbendingum, táknum og tilvitnunum sem áhorfandinn skynjar og skilur og mátti sjá það með áhrifaríkum hætti á sýningunni Teikn.“

Guðjón Ketilsson Sköpunarsaga ÍMV 2020

Guðjon Ketilsson: Sköpurnarsaga, 2019

Guðjón Ketilsson Bókasafn ÍMV 2020

Guðjon Ketilsson: Bókasafn, 2019

Guðjón Ketilsson Passíusálmar ÍMV 2020

Guðjon Ketilsson: Passíusálmar, 2019

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur