Hjartadrottning

Sóley Ragnarsdóttir

Hjartadrottning Sóley Ragnarsdóttir

Á sýningunni Hjartadrottning birtist áhorfendum heillandi hugar- og efnisheimur myndlistarkonunnar Sóleyjar Ragnarsdóttur. Ofurskrautleg málverk og skúlptúrar af ýmsum stærðum og gerðum, fagurlega málaðir veggfletir og sérhannað veggfóður auk sýningarborða með einstöku servíettusafni skapa hér eina heild svo úr verður malerísk innsetning.

Sýningin er í tveim hlutum og samstarfsverkefni Gerðarsafns og Augustiana Kunstpark & Kunsthal á sunnanverðu Jótlandi. Hún ferðast því á milli tveggja staða sem tengjast listakonunni sterkum böndum; hún fæddist á Íslandi en hefur frá unga aldri búið í Danmörku og ólst upp á þeim slóðum þar sem seinni hluti sýningarinnar verður settur upp.

Listamaður: Sóley Ragnarsdóttir

Sýningarstjóri: Heiðar Kári Rannversson

Dagsetning:

13.04.2024 – 21.07.2024

Staðsetning:

Gerðarsafn

Hamraborg 4, 200 Kópavogur, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Opið daglega: 12 - 18

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur