Icelandic Art Center
Icelandic Art Center
26. 01 2018
Auglýst eftir verkefnastjóra KÍM

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar óskar eftir að ráða framsækinn og dugmikinn einstakling í stöðu verkefnastjóra.

 

Helstu verkefni verkefnastjóra eru:

 • Kynningarmál, samskipti við fjölmiðla og fréttaflutningur
 • Almenn skrifstofustörf, ráðgjöf og þjónusta, símsvörun og úrlausn mála
 • Vefumsjón, fréttir og samfélagsmiðlar
 • Styrkumsóknir fyrir miðstöðina.
 • Verkefnastjórnun ýmissa annarra verkefna miðstöðvarinnar

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfinu.
 • Góð þekking á myndlist og starfsumhverfi myndlistar hvoru tveggja á Íslandi og erlendis.
 • Góð íslenskukunnátta skilyrði sem og færni í textaskrifum.
 • Góð enskukunnátta skilyrði, kunnátta í norðurlandamáli eða þriðja tungumáli er kostur.
 • Þekking á vefumhverfi og samfélagsmiðlum, tölvu- og tæknilæsi.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum og mikill áhugi á starfinu.

 

Staða verkefnastjóra er í 50% starfshlutfalli.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2018.

Umsækjendur eru vinamsamlegast beðnir um að senda umsókn á bjorg@icelandicartcenter.is

 

Um KÍM:

Hlutverk Kynningarmiðstöðvarinnar er að kynna íslenska myndlist á erlendum vettvangi og auka þátttöku íslenskra myndlistarmanna í alþjóðlegu myndlistarstarfi. Þetta gerir miðstöðin ýmist á eigin forsendum og í samstarfi við aðrar stofnanir bæði hérlendis og erlendis.

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM) er sjálfseignarstofnun með sérstaka stjórn og starfar á grundvelli laga nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa skv. staðfestri skipulagsskrá. Stofnendur Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar eru:

Hafnarborg menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, Listasafnið á Akureyri, Listasafn ASÍ, Listasafn Íslands, Listasafn Kópavogs, Listasafn Reykjavíkur, Myndstef, Nýlistasafnið, Samband íslenskra myndlistarmanna og Útflutningsráð. Hver framangreindra stofnenda tilnefnir einn fulltrúa í fulltrúaráð og annan til vara nema Samband íslenskra myndlistarmanna sem tilnefnir fimm fulltrúa og jafn marga til vara.

Miðstöðin er rekin fyrir fjárframlög frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.