Icelandic Art Center
Icelandic Art Center
02. 10 2015
Dag Aak Sveinar, stjórnandi Momentum, á Íslandi

Dag Aak Sveinar, stjórnandi Momentum, norræna tvíæringsins í myndlist, heimsækir Norðurlöndin í nóvember í leit að sýningarstjórum fyrir Momentum 9 sem fram fer í Moss í Noregi frá miðjum júní til loka september 2017.
 

Dag Aak Sveinar dvelur á Íslandi 10.–15. nóvember næstkomandi og mun á því tímabili taka viðtöl við íslenska sýningarstjóra. Sýningarstjórar sem hefðu áhuga á að fá viðtal með Dag Aak Sveinar geta leitað nánari upplýsinga hjá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar fyrir 20. október (info@icelandicartcenter.is).
 

Momentum 8 fór fram 13. júní – 27. september 2015. Sýningarstjórar voru Birta Guðjónsdóttir, Jonatan Habib Engqvist, Stefanie Hessler og Toke Lykkeberg. Meðal listamanna sem tóku þátt í Momentum 8 voru: Hrafnhildur Arnarsdóttir a.k.a. Shoplifter, Steingrímur Eyfjörð og Bjarni H. Þórarinsson.

 

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Momentum