Icelandic Art Center
Icelandic Art Center
27. 10 2015
Dagur myndlistar | 31. október 2015

Dagur Myndlistar verður haldinn hátíðlegur þann 31. október 2015. Listamenn opna vinnustofur sínar og bjóða gesti og gangandi velkomna til að kynna sér starf þeirra. Kynnið ykkur staðsetningu þeirra á www.dagurmyndlistar.is

Einnig verður hægt að skoða myndbönd á vefnum þar sem listamenn eru heimsóttir á vinnustofur sínar.

Bókasöfn í samstarfi Dag Myndlistar vekja athygli á myndlistarbókum með ýmsum hætti. Hægt er að skoða viðburði einstakra bókasafna á vefsíðu Dags Myndlistar.

Greinar verða birtar um mikilvægi myndlistar í samfélaginu og verða þær aðgengilegar á vefnum.

Í kjölfarið halda listamenn kynningar í skólum víðsvegar um landið. Kynningarnar eru ætlaðar nemendum á efsta stigi grunnskóla og framhaldsskólastigi