Icelandic Art Center
Icelandic Art Center
16. 03 2016
Fyrsta úthlutun ferðastyrkja KÍM 2016

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar hefur úthlutað ferðastyrkjum úr fyrstu úthlutun ársins 2016. Alls 17 myndlistarmenn fengu ferðastyrki að heildarupphæð 1.250.000,- krónur.

 

Þeir myndlistarmenn sem fengu ferðastyrk að þessu sinni eru: Arnar Ásgeirsson, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Birgir Snæbjörn Birgisson, Elín Hansdóttir, Emma Heiðarsdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Finnbogi Pétursson, Freyja Reynisdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Gunnhildur Hauksdóttir, Klængur Gunnarsson, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Sigurður Atli Sigurðsson, Hrafnhildur Arnardóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir.

 

Ferðastyrkjum KÍM er úthlutað þrisvar sinnum yfir árið og er næsti umsóknarfrestur 20. apríl fyrir tímabilið maí-ágúst. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna hér.