Icelandic Art Center
Icelandic Art Center
27. 06 2013
Kallað eftir tillögum að framlagi Íslands á Feneyjatvíæringnum

Kallað eftir tillögum að framlagi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist 2015

 

Óskað er eftir tillögum að fulltrúa / fulltrúum Íslands á Feneyjartvíæringi 2015. Innsendar tillögur verða lagðar til grundvallar samstarfssamnings sem Kynningarmiðstöðin gerir við þá aðila sem standa að baki tillögunni sem verður fyrir valinu.

 

Í tillögunni skal koma fram:

 • Nafn og ferill listamanns / listamanna
 • Nöfn og ferill samstarfsmanna s.s. sýningarstjóra
 • Viðfangsefni/hugmyndafræði sem viðkomandi listamaður / teymi mun vinna út frá
 • Rökstuðningur fyrir því að viðkomandi listamaður / listamenn eigi erindi í alþjóðlegt samhengi Feneyjatvíæringsins.
 • Drög að kostnaðaráætlun og hugmyndir um fjármögnun.

 

Tillagan styrkist með upplýsingum um:

 • Nákvæma útfærslu sýningarinnar /verksins
 • Upplýsingum um frekari samstarfaðila s.s.söfn, sýningarstaðir, útgefendur
 • Nákvæma kostnaðaráætlun og fjármögnun
 • Tillagan varpar ljósi á íslenska menningu eða íslenskt samfélag

 

Fagráð Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar ásamt tveimur gestum mun vinna úr tillögum. Þeim sem eiga tillögur sem líklegar þykja til árangurs verður boðið að kynna þær nánar fyrir valnefndinni.

 

Við val á tillögu verður meðal annars lagt mat á hugmyndafræðilegt inntak verkefnisins, vægi listamanns/manna í samhengi íslenskrar og/eða alþjóðlegrar myndlistar og eftirtaldir þættir skoðaðir:

 • Áhugaverður/ir myndlistamaður / menn með eftirtektarverðan feril.
 • Tillagan þarf að hafa sterkt faglegt bakland.
 • Hugmyndin sem lögð er fram þarf að eiga erindi við samtímann og skipta máli í íslensku jafnt sem alþjóðlegu samhengi.

Einhver/hverjir eftirtalinna þurfa að tengjast Íslandi: listamaður, sýningarstjóri, samstarfsstofnun eða aðrir samstarfsaðilar.

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar verður eftir sem áður ábyrgðaraðili skálans, annast alla umgjörð hans, kynningarmál og aðra fasta verkþætti.

 

Það skal tekið fram að ekki er verið að óska eftir ábendingum heldur samstarfsaðilum sem munu fylgja verkefninu eftir til enda.

 

Tillögum skal skila skriflega til Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Gimli/Lækjargötu 3, 101 Reykjavík, eða á tölvupósti á info@icelandicartcenter.is

 

Frestur til að skila inn tillögum rennur út sunnudaginn 1. september 2013.

Upplýsingar um Íslenska skálann í Feneyjum er að finna á www.islenskiskalinn.is