Icelandic Art Center
Icelandic Art Center
20. 09 2019
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns.

English version here.

Forstöðumaður mótar og stýrir daglegri starfsemi, er ábyrgur fyrir kynningu íslenskrar myndlistar erlendis og fyrir því að auka þátttöku íslenskra myndlistarmanna í alþjóðlegu myndlistarstarfi. Viðkomandi er ráðinn til fimm ára í senn.

Starfssvið
– Daglegur rekstur og stjórnun.
– Stefnumótun fyrir stofnunina.
– Fjárhagsáætlanagerð, eftirfylgni og uppgjör.
– Samningagerð við listamenn, stofnanir og styrktaraðila.
– Fjáröflun fyrir stofnunina.
– Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi.

Menntunar- og hæfniskröfur
– Þekking og áhugi á íslensku og alþjóðlegu myndlistarlífi.
– Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
– Reynsla af stjórnun og menningarrekstri.
– Reynsla af uppgjörum og áætlanagerð.
– Reynsla af samningagerð.
– Reynsla af kynningar- og markaðsmálum.
– Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
– Metnaður og ögun í vinnubrögðum.
– Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Sjá nánar hér.

Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2019

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM) er sjálfseignarstofnun með sérstaka stjórn. Stofnendur eru Hafnarborg menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, Listasafnið á Akureyri, Listasafn ASÍ, Listasafn Íslands, Listasafn Kópavogs, Listasafn Reykjavíkur, Myndstef, Nýlistasafnið, Samband íslenskra myndlistarmanna og Útflutningsráð.