Icelandic Art Center
Icelandic Art Center
06. 11 2015
LHÍ auglýsir eftir deildarforseta myndlistardeildar

Umsóknarfrestur er framlengdur til 13. nóvember. Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf deildarforseta myndlistardeildar.

Listaháskóli Íslands leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi með sterka listræna sýn og góða samskipta- og leiðtogahæfni til að leiða áframhaldandi uppbyggingu háskólamenntunar á sviði myndlistar. Deildarforseti fer með yfirstjórn deildarinnar, stýrir akademísku starfi hennar og ber ábyrgð á rekstri, auk þess að sitja í framkvæmdaráði skólans.

Starfsumhverfið er gefandi og kraftmikið þar sem um 120 nemendur stunda nám á BA og MA stigi undir handleiðslu framúrskarandi myndlistarmanna og annarra sérfræðinga. Fastráðnir starfsmenn eru um 15 og árlega starfa um og yfir 100 stundakennarar og gestir við deildina.

Hæfi umsækjanda verður metið í samræmi við reglur Listaháskóla Íslands um veitingu akademískra starfa, sjá nánar hér á heimasíðu skólans. Hæfir umsækjendur, verða m.a. metnir út frá eftirfarandi kröfum á grundvelli umsóknar auk þess sem frammistaða umsækjenda í viðtölum mun hafa mikið vægi.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistaragráða á fræðasviði myndlistar eða sambærileg menntun.
  • Reynsla af akademísku starfi og kennslu á háskólastigi.
  • Reynsla af stjórnun.

Deildarforseti skal hafa prófessorshæfi.

 

Með umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:

  • Starfsferilsskrá.
  • Staðfest afrit af námsferli.
  • Greinargerð um fyrri störf og reynslu af akademísku starfi.
  • Greinargerð um sýn umsækjanda á starfið, þar sem fram koma viðhorf til háskólamenntunar á sviði myndlistar og framtíðarsýn. Hámark 1500 orð.
  • Meðmæli eða umsagnir um fyrri störf umsækjanda.

Vinsamlegast skilið umsóknargögnum öðrum en ítarefni á stafrænu formi.

 

Ráðið er í starfið frá 1. janúar 2016.

 

Umsóknum skal skila á aðalskrifstofu skólans Þverholti 11, 105 Reykjavík, eigi síðar en föstudaginn 13. nóvember kl. 15. Aðalskrifstofan er opin alla virka daga kl. 9–15.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor, s. 552 4000. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.