Icelandic Art Center
Icelandic Art Center
11. 04 2014
Myndlistarsjóður 2014

Opnað verður fyrir umsóknir hjá Myndlistarsjóði  árið 2014 þann 22.júní.

Umsóknarfrestur er 11. ágúst og úthlutað verður úr sjóðnum í september.

Auglýst verður sérstaklega í fjölmiðlum og á heimasíðu sjóðsins þegar nær dregur.

Umsóknum skal skilað rafrænt í sérstöku umsóknarformi sem er hægt að nálgast á vefsíðu sjóðsins, þar er einnig að finna úthlutunarreglur og leiðbeiningar www.myndlistarsjodur.is

Athygli skal vakin á því að einungis verður úthlutað einu sinni á árinu 2014.