Icelandic Art Center
Icelandic Art Center
19. 10 2013
Myndlistar sjóður auglýsir eftir umsóknum

Hlutverk myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og kostun verkefna sem falla undir hlutverk og starfsemi myndlistarráðs samkvæmt myndlistarlögum nr. 64/2012.

Myndlistarsjóði er ætlað að stuðla að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist hérlendis sem erlendis. Sjóðurinn veitir verkefnastyrki sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna. Jafnframt veitir sjóðurinn styrki til undirbúnings verkefna sem falla undir starfssvið sjóðsins.

Veittir verða:

Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni sýningarverkefna  allt að 500.000

Styrkir til stærri sýningarverkefna, útgáfu/rannsóknarstyrkir og  aðriri styrkir allt að 3.000.000

 

Umsóknarfrestur er 2.desember 2013 kl.17:00

Umsóknarformið er á heimasíðu Myndlistarsjóðs myndlistarsjodur.is

Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar sími: 562 7262