Icelandic Art Center
Icelandic Art Center
01. 02 2014
Nýr framkvæmdastjóri KÍM / New director of IAC

Björg Stefánsdóttir hefur verið ráðin tímabundið sem nýr framkvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Hún tekur við starfinu af Þóroddi Bjarnasyni sem gegndi því í afleysingum fyrir Dorothee Kirch þegar hún fór í fæðingarorlof síðasta sumar. Björg hefur starfað fyrir Kynningarmiðstöðina frá því í lok ársins 2012 þegar hún var ráðin til starfa sem verkefnastjóri íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum. Björg útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001. Áður en hún kom til starfa hjá Kynningarmiðstöðinni starfaði hún um árabil sem þjónustufulltrúi og verkefnastjóri við Listaháskóla Íslands jafnframt sem hún kenndi við fatahönnunardeild. Björg starfaði sjálfstætt við hönnun á Ítalíu frá 2002 til 2007 á þeim tíma tók hún nokkrum sinnum þátt í hinni árlegu hönnunarsýningu Salone del Mobile í Milano, komst í kynni við rætur ítalskrar menningar í Róm, lærði ítölsku og hina dásamlegu ítölsku matargerð.

 

Björg Stefánsdóttir has been appointed temporary as the director of the Icelandic Art Center. Björg follows in the step of Þóroddur Bjarnason that has been the managing director since Dorothee Kirch went on maternity leaf in the summer of 2013. Björg has since 2012 worked for the Icelandic Art Center as the manager of the Icelandic Pavilion at the Venice Biennale, she graduated from the Iceland Academy of the Arts in 2001. Prior to being appointed director of the Icelandic Art Center Björg worked for the Icelandic Academy of the Arts as a service and project manager as well as a teacher in the fashion department. She worked as a freelance designer in Italy from 2002 til 2007 and participated couple of times in the Salone del mobile show in Milan. In Italy she got to embrace the Italian culture and history of Rome, learn the language and the great Italian cuisine.