Icelandic Art Center
Icelandic Art Center
24. 04 2015
Opið fyrir umsóknir í Myndlistarsjóð

Opið er fyrir umsóknir í Myndlistarsjóð. Umsóknarfrestur er 1. júní 2015.
 
Veittir verða:
 
Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni sýningarverkefna, allt að 500.000 kr.
Styrkir til stærri sýningarverkefna, útgáfu-/rannsóknarstyrkir og aðrir styrkir allt að 2.000.000 kr.
 
Upplýsingar um myndlistarsjóð, umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og leiðbeiningar er að finna á vefsíðu myndlistarráðs myndlistarsjodur.is.
 
Úthlutað verður í júlí.
 
Hlutverk Myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem menntamálaráðherra setur.