Icelandic Art Center
Icelandic Art Center
10. 11 2015
Skilvirkar og skemmtilegar örkynningar | NMÍ

GAMAN Í ALVÖRUNNI opnar vinnustofur og fyrirlestrar hjá NÝSKÖPUNARMIÐSTÐ ÍSLANDS

 

Skilvirkar og skemmtilegar örkynningar

12. nóvember 2015, kl.16:00-18:00

Staðsetning: Setur skapandi greina, Hlemmi

 

Í vinnustofu Gaman í alvörunni á Hlemmi verður að þessu sinni farið yfir örkynningar, framkomu og tengslamyndun. Eitt af lykilatriðum í frumkvöðlastarfinu er að geta skilmerkilega kynnt hugmyndir sínar, hvort sem um er að ræða á fjárfestakynningum, í gleðskap og/eða á skipulögðum eða óvæntum fundi. Sigríður Arnardóttir er gestur okkar á Hlemmi að þessu sinni og mun fara yfir hagnýt ráð til þess að koma hugmyndum sínum í öfluga örkynningu. Með aðstoð Sigríðar og verkefnastjórum Nýsköpunarmiðstöðvar setja þátttakendur saman drög að eigin kynningum, ræða saman um málefnið og fyrir þá sem vilja gefst tækifæri til að spreyta sig á örkynningu í lok vinnustofunnar.

 

Sigríður Arnardóttir hefur áralanga reynslu af fjölmiðlum og heldur reglulega námskeið um ýmiss málefni svo sem framkomu, leiðtogahæfni og uppbyggjandi hópefli. Sirrý stjórnar í dag sjónvarpsþættinum Fók með Sirrý á Hringbraut og kennir “Framsækni – Örugg tjáning” við Háskólann á Bifröst og hefur m.a. skrifað bækurnar “Laðaðu til þín það góða” og “Örugg tjáning – betri samskipti”. Nánir upplýsingar um Sirrý má finna á heimasíðu hennar, www.sirry.is
Skráðu til þig leiks: http://nmi.is/um-okkur/vidburdir/gaman-i-alvoerunni-opnar-vinnustofur-og-fyrirlestrar/

 

Í hverjum mánuði eru haldnir fyrirlestrar og/eða vinnustofur á Hlemmi, frumkvöðlasetri skapandi greina. Markmiðið er að vera með líflega og fræðandi viðburði með áherslu á skapandi umhverfi og viðskiptahætti. Hver vinnustofa hefur sitt þema og munu þátttakendur öðlast þekkingu á hinum ýmsu tólum og tækjum og fá ráð og innblástur frá reynsluboltum.

 

Vinnustofurnar eru öllum þátttakendum opnar, en þó er takmarkaður sætafjöldi og því nauðsynlegt að skrá sig á www.nmi.is

Léttar veitingar í boði

 

Gaman-í-alvörunni_nov