Icelandic Art Center
Icelandic Art Center
15. 05 2015
Statement from the Ministry of Education, Science and Culture of Iceland, and the Icelandic Art Center

From the Ministry of Education, Science and Culture of Iceland, and the Icelandic Art Center (IAC):
 
THE MOSQUE, the Icelandic Pavilion, 56th International Art Exhibition – La Biennale di Venezia.
 
In 1973 the Patriarch of Venice Albino Luciani (who later became Pope John Paul I) decreed that the Church of Santa Maria della Misericordia, where the Icelandic pavilion is situated, would be closed for worship and thereafter destined for profane uses. In 1973 the church was sold to a private partner and had multiple owners after that, it was used as a storage facility for commercial tourist souvenirs.
 
Note this passage:
 
1973 28 marzo chiusura della Chiesa della Misericordia
La Provincia Lombardo -Veneta dei Servi di Maria, non potendo conservare al culto in Venezia la chiesa di Santa Maria della Misericordia, decise di alienarla a mezzo del suo Padre Provinciale, dichiarando che il rica- vato sarebbe servito “a far fronte ai debiti che gravano l’amministrazione provinciale”. Il Patriarca di Venezia Albino Lucani, decretò che la chiesa sarebbe stata chiusa al culto per essere destinata ad usi profani.
 
The Icelandic Art Center (IAC) is in possession of a copy of the prime source document from 28.3.1973. The IAC will submit this essential document to the Commune before 20th of May, in response to the Commune’s request for proof that the church was long ago decreed officially to be a site for “profane use”.
 
Also relevant and important are documents detailing the official City of Venice Zoning Codes that apply to the Church of Santa Maria della Misericordia.
 
Note this passage:
 
PREOTTOCENTESCHE A STRUTTURA UNITARIA (SU), with attached card, nr. 20
 
Parte III – Destinazioni d’uso compatibili
Musei; sedi espositive; biblioteche; archivi; attrezzature associative; teatri; sale di ritrovo; attrezzature religiose, purché l’intera unità edilizia sia adibita ad una delle predette utilizzazioni in via esclusiva od assolutamente prevalente, potendo una o più delle altre essere effettuate quali utilizzazioni ausiliarie e/o complementari.
 
Finally, the Icelandic Pavilion is a public art exhibition, open to all, under the banner of the Biennale di Venezia, presented in the private building known as Church of Santa Maria della Misericordia. According to laws currently enforced in the City of Venice, it is fully legal for people of any religion (e.g. Muslims) to perform worship in public art exhibitions.
 
The owner of the property was informed about the nature of the project before signing the rental agreement with the Icelandic Art Center. Il Patriarchato does not need to give authorization for an art exhibition inside a private property, the current use of the building for the Icelandic Pavilion in the Biennale di Venezia is in full compliance with the Venice Zoning Code as seen above.
 
//
 

Tilkynning frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar:
 
Vegna fregna í fjölmiðlum um framlag Íslands til 56. Feneyjatvíæringsins í myndlist, sem nú er hafinn, vilja mennta- og menningarmálaráðuneytið og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri um verkefnið „Moskan”.
 
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar leigði húsnæði undir verkefnið, Santa Maria della Misericordia kirkjuna, af núverandi eiganda kirkjunnar. Það var grundvallaratriði þess leigusamnings sem gerður var að kirkjan hafi verið afhelguð og því hæf til annarra nota. Kynningarmiðstöðin hefur undir höndum skjal þar sem saga kirkjunnar Santa Maria della Misericordia er rakin í smáatriðum frá upphafi til dagsins í dag. Þar kemur m.a. fram að 1973 lýsti patríarkinn af Feneyjum, Albino Luciani (sem síðar varð páfi og tók sér nafnið Jóhannes Páll I), því yfir að kirkjunni skyldi lokað sem vettvangi fyrir helgihald á vegum kirkjunnar og að eftir þann tíma nætti nota húsnæði hennar í öðrum, veraldlegum tilgangi.
 
Í umræddu skjali (sem er á ítölsku) segir svo um þetta atriði á bls. 31:
 
1973 28 marzo chiusura della Chiesa della Misericordia
 
La Provincia Lombardo -Veneta dei Servi di Maria, non potendo conservare al culto in Venezia la chiesa di Santa Maria della Misericordia, decise di alienarla a mezzo del suo Padre Provinciale, dichiarando che il ricavato sarebbe servito “a far fronte ai debiti che gravano l’amministrazione provinciale”. Il Patriarca di Venezia Albino Lucani, decretò che la chiesa sarebbe stata chiusa al culto per essere destinata ad usi profani.
 
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar hefur einnig undir höndum afrit af frumskjali þar sem ákvörðunin sem að ofan greinir var tilkynnt, en hún var dagsett 28. mars 1973. Kynningarmiðstöðin mun kynna borgaryfirvöldum í Feneyjum þetta skjal fyrir 20. maí n.k. til að svara beiðni borgaryfirvalda um sönnun þess að kirkjan hafi fyrir löngu verið afhelguð og að veitt hafi verið viðeigandi opinber leyfi til að nota húsnæði hennar í veraldlegum tilgangi.
 
Kynningarmiðstöðin telur einnig viðeigandi og mikilvægt að vísa til ákvæða opinbers deiliskipulags (Zoning Codes) sem gilda fyrir Santa Maria della Misericordia kirkjuna, sem er staðsett í Cannaregio-hverfi borgarinnar, en þar segir:
 
PREOTTOCENTESCHE A STRUTTURA UNITARIA (SU), með viðbót, nr. 20
 
Parte III – Destinazioni d’uso compatibili
Musei; sedi espositive; biblioteche; archivi; attrezzature associative; teatri; sale di ritrovo;
attrezzature religiose, purché l’intera unità edilizia sia adibita ad una delle predette
utilizzazioni in via esclusiva od assolutamente prevalente, potendo una o più delle altre essere
effettuate quali utilizzazioni ausiliarie e/o complementari.
 
Með vísan til ofangreindra atriða vill Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar ítreka að framlag Íslands til 56. Feneyjatvíæringsins í myndlist er almenn, opinber listsýning, sem fram fer undir merkjum Tvíæringsins í Santa Maria della Misericordia kirkjunni, sem hefur verið afhelguð og var leigð í þeim tilgangi að hýsa þetta verkefni yfir sýningartímann.
 
Að lokum er rétt að benda á, eins og fram kom í fréttatilkynningu þegar sýningarverkefnið „Moskan“ var fyrst kynnt 30. apríl sl., að tilgangur þess er að draga athygli að stofnanavæddum aðskilnaði og fordómum í samfélaginu ásamt þeim deilum sem spretta af stefnumörkun stjórnvalda varðandi fólksflutninga sem eru þungamiðjan í þjóð- og trúarlegum ágreiningi víða um heim. Var þess vænst að þetta verkefni gæti mætt kalli nútímans um samtal og samskipti á milli menningarheima sem mikil þörf er á um þessi mál og orðið jákvætt innlegg í umræðu um slík mál á heimsvísu.
 
Við opnun sýningarinnar 8. maí sl. töluðu fulltrúar þriggja trúarbragða, þ.e. imam múslima í Feneyjum, rabbíni gyðinga í borginni og kaþólskur prestur um mikilvægi slíkrar umræðu og það tækifæri sem væri fælist í verkefninu til að efla samræðu fólks af ólíkum bakgrunni um sambúð ólíkra trúarbragða í framtíðinni.
 
Það er enn von aðstandenda þessa mikilvæga verkefnis að það megi verða vettvangur slíkrar umræðu.