Icelandic Art Center
Icelandic Art Center
28. 10 2015
Styrkir mennta- og menningarmálaráðuneytis 2015

Samkvæmt ákvörðun Alþingis úthluta atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, umhverfis- og auðlindaráðuneyti og velferðarráðuneyti styrkjum af safnliðum ráðuneytanna. Styrkir eru veittir til félaga, samtaka, fyrirtækja eða einstaklinga eftir því sem við á hjá hverju ráðuneyti.

 

Ráðuneytin munu einungis úthluta styrkjum til verkefna sem falla undir málefnasvið þeirra að svo miklu leyti sem þau njóta ekki lögbundis stuðnings eða falla ekki undir sjóði eða sérstaka samninga. Því er mikilvægt að umsækjendur kynni sér vel hvaða ráðuneyti ber ábyrgð á þeim málaflokki sem verkefni umsækjanda um styrk fellur undir. Verkefni eru einungis styrkhæf í einu ráðuneyti og áskilja þau sér rétt til að færa umsóknir á milli ráðuneyta falli verkefni betur að málaflokki í öðru ráðuneyti.

 

Nánari upplýsingar: http://www.menntamalaraduneyti.is/auglysingar/nr/8399