Icelandic Art Center
Icelandic Art Center
23. 12 2013
Úthlutun úr Myndlistarsjóði í desember 2013

Þann 23. desember úthlutaði Myndlistarráð í annað sinn úr Myndlistarsjóði. Að þessu sinni styrkir sjóðurinn 42 verkefni um alls 21.5 milljónir til myndlistar-manna og fagaðila á sviði myndlistar.

Styrkirnir skiptust í fimm flokka. Veittir voru þrír undirbúningsstyrkir alls kr. 700.000, 11 minni verkefnastyrkir kr. 3.300.000, 17 stórir verkefnastyrkir kr. 10.800.000, sex styrkir til útgáfu og rannsókna kr. 4.500.000 og fimm aðrir styrkir kr. 2.200.000.

Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári og fór fyrri úthlutun fram í september.

Á árinu 2013 bárust myndlistarsjóði 226 umsóknir. Sótt var um kr. 293 milljónir. Alls hlutu 70 verkefni styrk úr sjóðnum að upphæð kr. 41.5 milljónir. Styrkþegum ársins 2013 verður veitt viðurkenning í Listasafni Íslans  30. desember að viðstöddum mennta og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssyni.

Þessi mikli fjöldi umsókna sýnir með skýrum hætti mikilvægi Myndlistarsjóðs en sjóðurinn er fyrsti og eini opinberi verkefnasjóðurinn á sviði myndlistar á Íslandi. Sjóðurinn heyrir undir Myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem menntamálaráðherra setur.

Hlutverk sjóðsins er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi til myndlistarmanna og liststofnana. Stuðla að framgangi listsköpunar með rannsóknum, útgáfu og sýningum og gera þannig íslenska myndlist sýnilega almenningi hér á landi sem erlendis. Að jafnaði er veitt úr sjóðnum tvisvar á ári og verður næst auglýst eftir umsóknum á vormánuðum.

 

Eftirfarandi hlutu undirbúningsstyrk í desemberúthlutun:

Sigurður Guðjónsson fyrir verkefnið:  Að kanna möguleikann á að opna vídeóformið með tónverki, líkt og tónleikaformið hefur nýtt sér hið sjónræna gegnum myndbandsmiðilinn, 300.000

Kristinn Guðmundsson fyrir verkefnið: Leitin að þögninni, 200.000

Bjargey Ólafsdóttir fyrir verkefnið: Off Piste, 200.000

 

Styrkir til minni sýningarverkefna:

Sindri Leifsson, Fyrirbæri / Borgarrými, 450.000

Styrmir Örn Guðmundsson, Einkasýningu í Cultura Surplus í Mexíkóborg, 400.000

Þoka, Vegna tveggja sýninga, 360.000

Guðjón Ketilsson, Einkasýning í Hverfisgalleríi og staðbundin verk í listasafni og listamiðstöð í New York, 2014, 300.000

Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, 1.h.v., 300.000

Björk Guðnadóttir, Það sem á milli fellur, 300.000

Sara Björnsdóttir, Einkasýning,  300.000

Kristján Loðmfjörð, NS-12, 250.000

Hildur Bjarnadóttir, Einkasýning í Hverfisgallerí, 240.000

Arnar Ómarsson, Notendur, 200.000

Sigurður Atli Sigurðsson, The Stuff between Stuff, 200.000

 

 

Rannsóknar/útgáfustyrkir:

Hulda Rós Guðnadóttir, Keep Frozen – útgáfa um rannsókn í myndlist, 1.000.000

Margrét Elísabet Ólafsdóttir,  Máttur fiðlunnar – vídeólist Steinu Vasulka, 1.000.000

Artnord / Ásdís Ólafsdóttir, Sérhefti Artnord um íslenska samtímamyndlist, 1.000.000

Gunnhildur Hauksdóttir, Samsæti heilagra, 500.000

Karlotta Blöndal, Raddað Myrkur, 500.000

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, Dancing Horizon :  The photoworks of Sigurður Guðmundsson 1969 – 1982, 500.000

 

 

Styrkir til stærri sýningarverkefna:

Bryndís Björnsdóttir, Occupational Hazard, 1.000.000

Libia Castro og Ólafur Ólafsson, Framleiðsla á skúlptúrnum Bosbolobosboco #6 (Departure – Transit – Arrival) fyrir 19. Sydney tvíæringinn, You Imagine What You Desire, 1.000.000

Heiðar Kári Rannversson, S7 (Suðurgata – Árbær), 900.000

Sólveig Aðalsteinsdóttir, Dalir og hólar 2014 – Litur, 700.000

Lófi / Markús Þór Andrésson og Ragnheiður Gestsdóttir , Æ ofaní æ, 700.000

Birgir Snæbjörn Birgisson, Ladies, Beautiful Ladies, 700.000

Den Frie Centre of Contemporary Art/ Anders Bo Schreiner, Participation of Margrét Bjarnadóttir and Elín Hansdóttir in the exhibition Beyond Reach. 600.000

Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson, Kellingin, 600.000

Finnbogi Pétursson, Sýning í i8, 2014, 600.000

Unnar Örn Auðarson, Brotabrot úr afrekssögu óeirðar á Íslandi : II hluti, 500.000

Snorri Ásmundsson, Vonin – Hadikvah, 500.000

Sigurþór Hallbjörnsson, Ceasefire, 500.000

Anna Guðný Valsdóttir, “Staðreynd” í Listasafni Akureyrar, 500.000

Ragnar Jónasson, The Glasgow Gif, 500.000

Þóra Sigurðardóttir, Teikning – þvert á tíma og tækni / í Færeyjum, 500.000

Safnasafnið, Ljón Norðursins, 500.000

Verksmiðjan á Hjalteyri, sumardagskrá, 500.000

 

Aðrir styrkir:

Skaftfell – Miðstöð myndlistar á Austurlandi, Frontiers in Retreat, 1.000.000

Anna Líndal, Thread as a tool to tell, 300.000

Gunnar Jónsson, Gosbrunnur, 300.000

Íslensk grafík, Afmælisár ÍG – ár framkvæmda, 300.000

Slíjm sf., Vinnustofudvöl og sýning myndlistarmanns á Galtarvita, 300.000