Icelandic Art Center
Icelandic Art Center
11. 05 2016
Vinnustofudvöl fyrir myndlistarmenn í Kerala, Indlandi

Secret Garden Artist Annex

 

“Grímsbær”

 

Vinnustofudvöl fyrir myndlistarmenn og rithöfunda í Fort Cochin, Kerala, Indlandi Listamaðurinn fær til umráða hús sem hefur fengið vinnuheitið Grímsbær, vegna þess að fyrsti listamaðurinn sem þar dvaldi var rithöfundurinn Hallgrímur Helgason.

Grímsbær er steinsnar frá Secret Garden hótelinu, þar sem listamaðurinn hefur aðgang að sundlaug og máltíðum tvisvar á dag, morgunverði og hádegisverði. Starfsfólk hótelsins sér um vikuleg þrif og er listamanninum innanhandar með praktískar upplýsingar. T.d því sem lítur að efnisöflun til listsköpunnar. Internet fylgir og afnot af reiðhjóli. Þvottaþjónustu þarf hver gestur að borga fyrir sig. Húsið er með loftkælingu. Grímsbær er lítið fjölskylduhús í eigin garði. Þar er svefnherbergi, eldhús, bað og stofa eða vinnuherbergi og á lóðinni er einnig 40 fermetra vinnustofa. Húsið er leigt út til listamanna á mánaðrgrundvelli og kostar mánuðurinn 100 þúsund fyrir einstakling og 150 þúsund fyrir tvo. Secret Garden er hótel á Suður-Indlandi í eigu Seyðfirðingsins Þóru Guðmundsdóttur arkitekts. Hótelið tók á síðasta ári í notkun þetta hús í næstu götu sem það hefur leigt út til myndlistarmanna og rithöfunda.

 

http://secretgarden.in/ instagram #secretgardenkochi

 

Áhugasömum er bent á að setja sig í samband við Þóru Guðmundsdóttur umsjónarmann og eiganda sem veitir frekari upplýsingar. Ef fólk hefur hug á að sækja um er gott að hafa um tveggja mánaða fyrirvara á umsókn. Sendið póst á tora.bergny@gmail.com og hafið í subjectline: “Secret Garden Artist Annex Vinnustofudvöl”.

 

Vinsamlegast hafið samband við Kynningarmiðstöð varðandi frekari praktísk atriði fyrir Indlandsfara.

 

SecretGardenAnnexBedroom

SecretGardenHotel