Icelandic Art Center
Icelandic Art Center
Open Call: Icelandic Pavilion at the 58th Venice Biennale

Picture1 copy

(English below)

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar kallar eftir tillögum að framlagi Íslands til 58. alþjóðlega myndlistartvíæringsins í Feneyjum 2019.

 

Feneyjatvíæringurinn er einn elsti og virtasti listviðburður heims, stofnaður árið 1895, og tóku Íslendingar fyrst þátt í honum árið 1960. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM) hefur frá árinu 2007 annast framkvæmd þátttöku Íslands í sýningunni fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

 

Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. mars 2018.

 

Valferlið verður í tveimur þrepum: Fagráð KÍM mun ásamt tveimur gestum fara yfir allar innsendar tillögur og velur þrjár tillögur til nánari útfærslu fyrir lokaval (sjá nánar að neðan).

 

Í lok maí verður kynnt hvert verður framlag Íslands í Feneyjum 2019.

 

UMSÓKNARLEIÐBEININGAR

HVERNIG FER VALFERLIÐ FRAM?

Valferlið fyrir íslenska skálann mun fara fram í tveimur þrepum:

 1. 1. Frestur til að senda inn tillögur er 1. mars 2018. Allar innsendar tillögur verða lagðar fram til fagráðs.
 2. 2. Þrjár tillögur verða valdar af fagráði til nákvæmari útfærslu. Frestur þeirra til að skila inn nánari útfærslu er til 3. maí 2018.

 

HVERJIR GETA SÓTT UM?

Listamenn, sýningarstjórar og teymi sýningarstjóra og listamanna hafa rétt til að senda inn tillögu.  A.m.k. einn af listamönnunum þarf að búa og starfa á Íslandi eða hafa íslenskt ríkisfang.

 

Farið er fram á að:

 • - Listamaður/-menn hafi víðtæka reynslu af íslenskum og alþjóðlegum myndlistarvettvangi.
 • - Sýningarstjóri verkefnisins hafi víðtæka reynslu af þátttöku í alþjóðlegum sýningarverkefnum og  reynslu af gerð og eftirfylgni framkvæmda- og kostnaðaráætlana.
 • - Sýningarstjóri og listamaður skulu vera tilbúnir til þess að vinna verkefnið í samvinnu við Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og fylgja fyrirmælum hennar um framkvæmd þess.

 

HVERNIG ER SÓTT UM?

Umsóknarfrestur til að senda inn tillögur er til 1. mars  2018 

 

Í umsókn skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram:

 • - Ferilskrá listamanns/listamanna.
 • - Ferilskrá sýningarstjóra og annarra innan teymisins.
 • - Lýsing á tillögunni, viðfangsefni eða hugmyndafræði sem listamaður / teymi mun vinna út frá (að hámarki 1.500 orð).
 • - Rökstuðningur fyrir því að tillagan og aðstandendur hennar eigi erindi í alþjóðlegt samhengi Feneyjatvíæringsins fyrir hönd Íslands (að hámarki 500 orð).

 

HVERNIG GENGUR VAL FULLTRÚA ÍSLANDS Á FENEYJATVÍÆRINGINN FYRIR SIG?

Fagráð KÍM er skipað tveimur fulltrúum í stjórn Kynningarmiðstöðvarinnar auk framkvæmdastjóra KÍM, og getur auk þess leitað sér utanaðkomandi ráðgjafar. Fagráðið fer yfir allar umsóknir. Að þeirri yfirferð lokinni (í lok mars 2018) er stefnt að því að kynna hvaða tillögur hafa verið valdar til nánari útfærslu fyrir lokaval. 

 

- Fagráði er jafnframt heimilt að hafna öllum umsóknum.

 

Þeim umsækjendum sem verður boðið að vinna tillögur sínar áfram verður úthlutað 250.000 krónum hverjum til að vinna að útfærslu tillögunnar.

 

Við val á lokatillögunni taka auk fagráðs KÍM tveir gestir sem starfa innan alþjóðlegrar myndlistar þátt í störfum ráðsins. Fagráð er ráðgefandi aðili til stjórnar KÍM sem tekur lokaákvörðun um val á framlagi Íslands til 58. alþjóðlega myndlistartvíæringsins í Feneyjum 2019.

 

Fyrirhugað er að 3. maí 2018 kynna þeir umsækjendur sem voru valdir til að vinna að frekari útfærslu sinna hugmynda lokatillögur sínar fyrir fagráði.

 

– Hver listamaður/teymi fær klukkustund til kynningar á tillögu sinni.

 

Í kynningunni á lokatillögu skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram:

 1. 1. Hugmyndafræðilegt inntak tillögunnar og vægi listamanns/-manna og sýningarstjóra í samhengi íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar.
 2. 2. Greinargóð lýsing á verkefninu.
 3. 3. Framkvæmda- og kostnaðaráætlun.
 4. 4. Tillögur að dagskrá í tengslum við sýninguna (leiðsögn, málþing, uppákomur) mega fylgja með.

Umsækjendur skila ofantöldum gögnum til fagráðs eftir kynninguna.

 

Að lokinni umfjöllun stjórnar KÍM um tillögu fagráðs verður val á framlagi Íslands til Feneyjatvíæringsins kynnt í lok maí 2018.

 

KÍM veitir þeim sem verður valinn fulltrúi Íslands á tvíæringnum tæknilega aðstoð við undirbúning verkefnisins á grundvelli samnings sem gerður verður þar að lútandi milli aðila og er framkvæmdar- og ábyrgðaraðili sýningarinnar gagnvart Feneyjatvíæringnum og íslenskum stjórnvöldum.

 

HVERNIG Á AÐ SKILA INN UMSÓKNUM?

Tillögum skal skila inn til Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar í tölvupósti á icelandicpavilion@icelandicartcenter.is.

Sem fyrr segir rennur frestur til að skila inn tillögum út 1. mars 2018.

Öllum gögnum skal skila inn rafrænt. Er mælt með að notaðir verði miðlar eins og Youtube, Vimeo og Wetransfer til að skila inn gögnum og hlekkjum á stafrænu efni.

Sé óskað frekari upplýsinga hafið vinsamlegast samband við Björgu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra KÍM, bjorg@icelandicartcenter.is , sími: 562 7262.

Upplýsingar um fyrri sýningar í íslenska skálanum í Feneyjum er að finna á www.icelandicartcenter.is.

 

//

 

The Icelandic Art Center calls for proposals for the Icelandic Pavilion at the 58th Venice Biennale in 2019.

 

The Venice Biennale is one of the oldest and most prestigious art event in the world, established in 1895. Iceland first participated in the Biennale in 1960. The Icelandic Art Center manages the Icelandic Pavilion on behalf of the Ministry of Education, Science, and Culture.

 

The deadline for sending in an application is 1 March 2018.

The application process is two-fold; The scientific board of the Center, along with two guests from the art scene, will select three  proposals that will go into further development for the final selection (see below).

At the end of May, the Center will announce which project will represent Iceland in the Icelandic Pavilion at the Venice Biennale 2019.

 

APPLICATION GUIDELINES

HOW IS THE PROCEDURE? 

The application process is in two stages:

 1. 1. Submission of proposals is 1 March 2018. All proposals will be reviewed by the scientific board of the Center.
 2. 2. Three proposals will be shortlisted for further development. Deadline for handing in these proposals are 3 May 2016.

 

WHO CAN APPLY?

Artists, curators, and a team of curator and artist/-s may apply. The project must include a minimum of one artist who lives and works in Iceland or who is an Icelandic citizen.

REQUIREMENTS:

 • - The artist/-s must have significant exhibition experience of Icelandic and international art forums.
 • - The curator must have extensive experience of curating international exhibitions in addition to relevant experience in managing complex projects, budget, and production planning and reporting.
 • - The artist and the curator must commit to realise the project in collaboration with the Icelandic Art Center and follow production procedures.

 

HOW TO APPLY

Deadline to send in proposals is 1st of March 2018 

 

Project proposals must include the following:

 • - CV of artist/-s
 • - CV of curator and others of the team
 • - Description of the proposal, the subject or the concept that the artist / the team will be using as their source. (max 1500 words)
 • - Arguments why the proposal and its makers should present Iceland in the international context of the Venice Biennale. (max 500 words)

 

WHAT IS THE PROCEDURE OF THE SELECTION?

The scientific board of the IAC is appointed with two members of the IAC board and the director of the IAC, and may additionally involve external experts. The scientific board examines all applications. When that work is completed (at the end of March 2018) the aim is to introduce the proposals that have been selected  to continue into further development. The scientific board may reject all proposals.

The shortlisted applicants will receive an amount of 250.000 ISK each to develop their projects further.

During the selection process for the final proposal the IAC’s scientific board enlists the assistance of two guests who work within the international art scene. The scientific board is an advisory party to the IAC board that makes the final decision on what proposal will be Iceland’s contribution to the 58th Venice Biennale in 2019.

 

On 3 May 2018, the shortlisted applicants will be invited to present their proposals to the scientific board.

 • Each artist/team is granted one hour to present their final proposal.

 

The shortlisted final proposals must include the following: 

 1. 1. The concept of the proposal and the value of the artist/-s and the curator in context of the Icelandic and international art scenes.
 2. 2. Thorough description of the proposal.
 3. 3. Budget and production plan based on actual price estimates.
 4. 4. Proposal of a programme in connection with the exhibition (guided tours, symposium, and events) may be included at this stage.

Applicants must hand in all documents listed above to the scientific board before the presentation.

 

The winning proposal that will present Iceland at the Icelandic Pavilion at the Venice Biennale in 2019 will be announced at the end of May 2018.

The IAC assists the representatives of the Icelandic Pavilion with technical and bureaucratic matters in accordance with an agreement between all parties, and is the responsible institution for the production to the Venice Biennale and Icelandic authorities.

 

HOW TO SEND IN PROPOSALS

Proposals should be sent to the Icelandic Art Center through e-mail to icelandicpavilion@icelandicartcenter.is. Deadline for submission is 1 March 2018.

All documents must be sent in digital format. We encourage the use of platforms such as Youtube, Vimeo, and Wetransfer to send in documents and links to digital material.

 

MORE INFORMATION

Contact Björg Stefánsdóttir, director of IAC, bjorg@icelandicartcenter.is., tel:  +354 562 7262.

For information on previous exhibitions in the Icelandic Pavilion please visit our website. www.icelandicartcenter.is.