Loading Events

« All Events

Alexander Hugo Gunnarsson & Sölvi Steinn Þórhallsson: What Remains

9 September8 October

Samsýning Alexanders Hugos Gunnarssonar og Sölva Steins Þórhallssonar er afrakstur eins árs samstarfsverkefnis listamannana. Í samstarfinu hafa þeir skoðað uppsprettu hugmynda og sent kveikjur á milli sín í þeirri von um að veita hvorum öðrum innblástur sem síðan gæti nýst til sköpunnar. Þeir hafa velt fyrir sér leiðbeiningum, samskiptum, skilning og misskilning ásamt því að senda hvorum öðrum hugleiðingar um tilveruna sem hafa staðið þeim nærri og verið þeim ofarlega í huga. Innihald sýningarinnar mun því koma til með að hafa rauðan þráð, sem hefur verið sendur fram og tilbaka, oft og mörgum sinnum og tekið á sig mynd í formi vídeóverka, skúlptúra og ljósmynda sem verða til sýnis í Höggmyndagarðinum.
Um listamennina:
Alexander Hugo Gunnarsson útskrifaðist með BA við myndlist úr Listaháskóla Íslands árið 2020 og hefur síðan þá starfað sem handverksmaður í Bretlandi og á Íslandi. Í gegnum það endurspeglunar tímabil hefur hann séð sig dreginn fyrst og fremst að efniviðnum og mismunandi aðferðum sköpunar og hönnunar. Með þessu fann hann nýjar leiðir til þess að nálgast og framkvæma hugmyndir sínar, nýjar sem gamlar. Hann vinnur í skúlptúra og innsetningar þar sem reynt er að fanga rómantík augnabliks og leyfa áhorfendum að staldra við í þeim.
Sölvi Steinn Þórhallsson útskrifaðist með BA við myndlist úr Listaháskóla Íslands árið 2020 og hefur verið meðlimur Kling & Bang síðan í október 2020 ásamt því að stofna og reka listamannarekna rýmið King og Bong frá nóvember sama ár. Í verkum sínum fæst hann við persónulegar frásagnir og veltir fyrir sér tilgangi, tilgangsleysi og orsök atburða og hluta í kringum sig og vinnur ýmist í vídeó, skúlptúr og innsetningar.
Hvar:
Höggmyndagarðurinn
Nýlendugata 17a
101 RVK

Details

Start:
9 September
End:
8 October
Event Tags:
Website:
https://www.facebook.com/events/625931522968389/?ref=newsfeed

Venue

The Sculpture Association
Nýlendugata 17a
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website