Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Gunnhildur Hauksdóttir: Úr hjarta í stein – hringsjá

1 July17 September

Sýningin Úr hjarta í stein – hringsjá – sem birtir blekteikningar, skúlptúra og tónverk fyrir kór – er samin úr nærliggjandi efniviði: steinum, hljóðum og landslaginu í kringum Reykjavík. Úr hjarta í stein er Reykjavíkursagaí teikningum og söng, þar leikur andartakið og stórt hlutverk.

Verk mín eiga samtal við náttúruna í gegnum teikningu og hljóð. Ég nota teikningu sem tímabundinn miðil til að þýða jarðverur*, landfræðilega atburði, dýrahljóð eða landslag yfir í tónverk. Ég bý til hljóðmyndir um umbreytingar í náttúrunni með undirliggjandi hugleiðingar mismunandi tímaskyn. Um skynjun mannsins á flæði tímans og ímynduðu tímaskyni jarðar og jarðvera; fjalla, vatns (kyrrt vatn og rennandi) og steinar. Athafnir steina eru hæg aðgerð, samanborið við mannlegar aðgerð. Ég reyni að tengja og sameina þessi mismunandi tímaskyn í list. Ég hugsa um jarðverur*, vinn með þeim, á við þær samskipti. Vatn, kyrrt og rennandi, sandur, steinar, fjöll o.s.frv. 

Fyrir Úr hjarta í stein – hringsjá legg ég til kórverk, samið út frá staðsetningu Vesturbæjar með hugmyndum, stikkorðum og minningum um Reykjavík. Ég legg til 16 teikningar gerðar í samstarfi við steina úr nærumhverfinu, með blek og sjó sem millilið á milli steinanna og flatarins. 

Gunnhildur Hauksdóttir er íslensk myndlistarkona og hefur starfað alþjóðlega að myndlist í um 20 ár. Hún sótti meistaragráðu MFA frá Sandberg Institute í Hollandi (2006) og BFA Listaháskóla Íslands (2002). Gunnhildur vinnur með innsetningar, hljóðverk, lifandi flutning og teikningar. Hún nýtir gjarnan teikningar sem verkfæri til að kanna samspil og vefar saman hljóði, teikningu og hreyfimynstri sem skilar sér gjarnan í gjörningum. Teikningar verða að þýðingu, ýmist úr óhlutbundinni athugun, jarðfræðilegum atburðum eða dýrahljóðum yfir í raddskrár, og umbreytast áfram, yfir í innsetningar og gjörninga. Gunnhildur situr í stjórn Safnasafnsins á Svalbarðseyri og Hilbertraum í Berlín.

Hér má finna heimasíðu Gunnhildar Hauksdóttur: https://www.gunnhildur.this.is/

* Hugtakið jarðverur er notað eins og Marisol de la Cadena skildi það í samtölum hennar við feðga úr Runakuna frumbyggjasamfélagi í Ekvador. Earth Beings eða jarð-verur er þýðing orðsins tirakuna:

Jarðverur eru skynverur sem ekki „búa“ heldur „eru“ – þ.e.a.s. fjöll, ár, lón og önnur sýnileg merki landslagsins.

 

Details

Start:
1 July
End:
17 September
Event Tags:
Website:
instagram.com/glerhusid_reykjavik/

Venue

Glerhúsið
Vesturgata 33b
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone:
8933126