Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Hjörtur Matthías Skúlason: Stormur

3 August15 August

Stormurinn er afl sem er handan við ásetning og stjórn mannsins. Um leið eru verkin jarðbundin, full af barnslegum uppruna og sköpunarsögu. Við fæðumst, leikum okkur saman og sundur, hreyfumst með, feykjumst og fælumst undan veðrum í viðsjálum heimi. Líklegast eru dúkkurnar að fjölga sér eins og mannkyn, skordýr, sveppir, örverur og það er falin bæði fegurð og óhugnaður í þeirri staðreynd og framsetningu verkanna.Hjörtur Matthías Skúlason er fæddur á Patreksfirði 1979 og ólst upp á Rauðasandi í Vesturbyggð. Hann lauk fornámi við Myndlistarskólann í Reykjavík áður en hann hóf nám í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2013 með BA gráðu í vöruhönnun. Sérkenni Hjartar síðast liðin ár eru manngerðir skúlptúrar hans, handsaumaðar dúkkur sem minna okkur á hlutskipti mannsins og tengsl við náttúruna, fegurð og óhugnað, en í tvívíðum myndverkum verður líkami dúkkunnar að kyrrstæðri spennu, krafti sem býr undir niðri, munúðarfullu landslagi.

 

Opening hours: Thursday – Sunday 2-5 pm 

Details

Start:
3 August
End:
15 August
Event Tags:
Website:
https://islenskgrafik.is/

Venue

The Printmakers Gallery
Tryggvagata 17
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website