Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Irene Hrafnan: Parallax

22 June16 July

Irene Hrafnan sýnir verk sem unnin voru í samtali við verk og sögulega arfleifð Gunnfríðar Jónsdóttur myndhöggvara og vinnustofu hennar og heimili að Freyjugötu 4. Sýningin stendur yfir í Gryfjunni dagana 22. júní – 16. júlí.

„Uppskipting þeirra hjóna á húsinu vakti fyrst áhuga minn. Þegar þau Gunnfríður og Ásmundur skildu skiptu þau húsinu í tvennt með því að draga línu eftir því endilöngu. Gunnfríður fékk aftari hluta hússins og Ásmundur fremri rýmin og sýningarsalinn.
Þegar húsinu var skipt upp urðu til landamæri eða skil sem endurskilgreindi ekki bara samband þeirra hjóna heldur einnig samband fólks við rýmið. Skilin hafa komið fram í veggjum, hurðum og  jafnvel lúmskari afmörkunum. Skipting á rými breytir rýmisskynjun og krefst aðlögunar og umbreytingar á líkamlegu og andlegu rými. Inngrip sem líkast til leiddi til endurstillingar á húsgögnum, lýsingu og heildar fagurfræði og þar með hefur haft áhrif á samskipti þeirra við umhverfið. Skiptingin gæti ennig hafa haft í för breytingar á andrúmslofti, hitastigi og skynörvun. Það er ákveðin tvíhyggja sem felst í hugmyndinni að skipta húsi í tvo hluta, andstæður sem myndast við þetta byggingarfræðilega inngrip.  Tvískipting sem vísar ekki einungis til aðskilnaðar heldur ennig til sambúðar og samspils tveggja andstæðra þátta…“

Irene Hrafnan (f. 1983) lauk BA námi í myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2007 og Master of Fine Arts frá School of Visual Arts í New York árið 2010. Hún hlaut styrk úr styrktarsjóði Guðmundu Andrésdóttur frá Listasafn Íslands árið 2008 og Aaron Siskind Memorial Scholarship frá School of Visual Arts í New York árið 2010. Verk sín vinnur Irene gjarnan út frá rýmislegum vangaveltum arkitektúrs, efnis og forms en þau vísa á sama tíma til mannlegrar tilvistar og sögulegs tengslasamhengis. Verkin kanna sambandið milli upplifunar á rými og ímyndaðs rýmis, sem og samband manneskjunnar við umhverfi sitt. Með því að skapa spennu á milli líkamlegrar upplifunar og speglaðrar tilveru endurskapa verkin ný rými og reyna á skynjun áhorfandans á þeim. Verkin vinnur hún í ýmsa miðla, þar á meðal skúlptúra, myndverk, videoverk og texta. Verk hennar hafa verið sýnd á Íslandi, í Evrópu og í Bandaríkjunum.

Gunnfríður Jónsdóttir (26. desember 1889 – 15. maí 1968) kynntist Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara í Reykjavík og árið 1919 urðu þau samskipa til Kaupmannahafnar, en það var upphafið að 10 ára dvöl hennar erlendis. Þau Ásmundur voru gefin saman í hjónaband árið 1924 og vann Gunnfríður fyrir þeim um tíma meðan Ásmundur lagði stund á listnám, í Stokkhólmi og París. Gunnfríður gerði sína fyrstu höggmynd um fertugt en það var styttan “Dreymandi drengur”. Hún gerði einnig brjóstmynd af Sigurjóni Péturssyni í Álafossi en sú mynd stendur í brekkunni ofan við sundlaugina á Álafossi. Meðal verka hennar er minnisvarði við Strandakirkju um kraftaverkið í Engisvík en það er höggmynd úr ljósu graníti sem sýnir hvítklædda konu benda sjómönnum í sjávarháska inn í Engilsvík.

Details

Start:
22 June
End:
16 July
Event Tags:
Website:
https://www.asmundarsalur.is/irene-hrafnan

Venue

Ásmundarsalur
Freyjugata 41
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website