
- This event has passed.
Krókaleiðir
27 May–23 June

Krókaleiðir er samsýning Höllu Einarsdóttur og Sigurrósar G. Björnsdóttur. Sýningin samanstendur af verkum sem eiga það sameiginlegt að snerta á frásagnarkrafti hluta, minnum innan þekktra frásagnaraðferða og því margslungna en jafnframt hversdagslega ferli að setja sig inn í hin ýmsu hlutverk. Hvort sem um ræðir þá mismunandi hatta sem fólk setur á sig í gegnum lífið eða hvernig sögulegar persónur lifa í sameiginlegum minningum okkar. Í myndum, frásögnum og hlutum, varpa verkin á ólíkan hátt upp spurningar um að setja sig í spor annarra. Margþættar afleiðingar þess að þykjast vera annar en maður er og ábyrgðin sem fylgir því að enduróma raddir annarra. Þannig eru verkin nokkurs konar hugleiðing um þær flækjur og óbeinu leiðir sem slíkar raunir geta haft í för með sér.