Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Leir á Loftinu 2023

10 June25 June

Verkin sýna fjölbreytileikann sem á sér stað í keramikinu þar sem myndlist og hönnun getur verið undir einum hatti allt eftir því í hvaða átt hugur listafólksins leitar. Að vinna með leir sem aðal efnivið sköpunar gefur óendanlega möguleika. En það er áskorun, leirinn er duttlungafullur og kennir okkur þolinmæði og æðruleysi. Til að ná markmiðum okkar í sköpuninni þurfum við oft að berjast við hann, semja við hann og finna þá leið sem fær hann til að lúta vilja okkar. Þegar það tekst höfum við sigrað efnið og náð andanum.
Sýningin verður opin eftir það: Laugardaga og Sunnudaga 13:00 – 17:00 Fimmtudaga og föstudaga 16:00 – 19:00 Síðasti sýningardagur er 25. júní.
Sýnendur eru:
Þórdís Baldursdóttir Ólöf Sæmundsdóttir Katrín Valgerður Karlsdóttir Jóna Guðvarðardóttir Hrönn Waltersdóttir Halldóra Hafsteinsdóttir Guðný Rúnarsdóttir Elísabet Haraldsdóttir Daði Harðarson Auður Inga Ingvarsdottir Auður Gunnur Gunnarsdóttir Arnbjörg Drífa Káradóttir