
- This event has passed.
Logi Marr: Embedded – drawing from nature
1 September–14 September

Samofinn náttúrunni notar Logi hana sem verkfæri og myndheim. Til dæmis með greinum og öðrum gróðri til að mynda verkin, mynstur og uppsetningu ramma. Litlaus og óhlutbundin verkin skapa rými fyrir áhorfandann til að máta þau við sína eigin upplifun af náttúrunni.
“Mér datt þessi pæling í hug þegar ég var á viku workshop í Leith School of Art síðasta sumar. Þar var ég að vinna bók með verkum sem ég gerði í þessari pælingu í Edinborg og notaðist við efnivið úr grasagarði Edinborgar. Bókin var í raun uppsprettan að þessu öllu og hét hún Embedded. Hún verður til sýningar á sýningunni ásamt bæði prentverkum og málverkum sem ég vann út frá þessari hugsun”
Sýningin verður haldin á Port 9, Veghúsarstíg 9, 101 Reykjavík. Á sýningaropnun verður hljóð og ilmur samofin myndlistinni til að skapa hughrif sýningargesta.
Logi Már Jósafatsson (f.1989), einnig þekktur undir listamannanafninu Logi Marr. Logi hefur verið með ýmis tónlistarverkefni síðustu ár og gefið út plötur með böndum sínum Lily of The Valley, Shakes og MarProject. Hann færði sig meira yfir í myndlist í kringum Covid en heldur samt í tónlistina áfram. Hann hefur klárað ýmis námskeið í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Leith School of Art í Edinborg.
Sýningin stendur yfir frá 1. til 14. September. Opnunartími Port 9 er frá 16-23 þriðjudaga til sunnudaga.
Sýningarstjóri: Hrafn Ingason.