Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Peter Jeppson: Wake Up and Smell the Coffee

1 July20 July

Viðfangsefni Peter Jeppson er eingöngu fígúratívt, málverk af ýmsum óskyldum fyrirbærum sem hafa tekið á sig mannlegan ham. Mikið til grænmeti eða ávextir, kannski með barðastóran kúrekahatt og fýldan svip eða grasker, vaðandi upp að hnjám á baðströnd að virða fyrir sér einhvern gest í fjarska. Kannski tómat í tilfinningalegu uppnámi?

Jeppson leggur mikið upp úr svipbrigðum þessara hluta sem hann finnur upp og leikur sér með þau. Það frelsar augun og munninn og eyrun að verða ekki að standa undir vanalegum kröfum mannsandlitsins. Skali tilfinninganna sem hann birtir fær því nýja tóna og önnur svið.

Verurnar á sýningunni eru hamingjusamar í volæði sínu og volaðar í hamingju sinni.

Þetta er fyrsta einkasýning Peter Jeppson (f. 1985) á Íslandi en hann hefur áður sýnt verk sín á samsýningum í Gallery Port. Hann hefur haldið einkasýningar víða um Svíþjóð og í Bandaríkjunum og tekið þátt í samsýningum um allan heim.

Sýningin stendur til 20. júlí og er opið þriðjudaga til laugardags milli kl 12-17.

Details

Start:
1 July
End:
20 July
Event Tags:

Venue

Gallery Port
Laugavegur 32
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website