
Ra Tack: Small Works
5 May–9 July

Ra Tack (f. 1988) er belgískur málari og hljóðlistamaður sem býr og vinnur á Seyðisfirði. Málverk þeirra vega salt á milli abstraksjón og túlkunar og eru oft olíuverk á stóran striga. Í þessari innsetningu eru nýleg, smærri verk með olíukrít á pappír sem gefa meiri nánd til kynna. Verk Tacks samanstanda af blómlegum og tjáningarríkum litum og áferð, og fást við umbreytingu, tvískiptingu, ást og þrá.
Verk Tacks hafa verið sýnd víða, meðal annars í einka- og samsýningum í London, Ghent, Berlín, New York, Kaupmannahöfn og Marrakesh. Þau eru meðal fremstu málara á Austurlandi og verk þeirra verða sýnd í Ásmundarsal í júlí og ágúst 2023.