Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Tolli: Sjóndeildarhringur í óreiðu

19 August17 September

Í Sjóndeildarhringur í óreiðu skoðar listamaðurinn þráðinn milli abstrakt og landslagsverka, endurtekin mótíf og hin mörgu blæbrigði náttúrunnar út frá tilfiningu og upplifun.

Tolli þekktur er fyrir einstaka túlkun sína á íslenskri náttúru, með expressjónískum pensilstrokum og litadýrð. Hann útskrifaðist úr nútímalistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1983 og frá Hochschule der Kunste í Berlín árið 1985, þar sem hann braust fram á sjónarsviðið ásamt félögum sínum í nýja málverkinu. Í gegnum tíðina hefur hann einbeitt sér að íslensku landslagi, sambandinu við plánetuna okkar og nostalgíu eyðibýlanna. Tolli hefur haldið tugi einkasýninga og samsýninga um allt Ísland auk þess að hafa sýnt víða erlendis, meðal annars í Þýskalandi, Danmörku, Mónakó, Bretlandi, Bandaríkjunum og Suður-Kóreu. Verk hans eru í söfnum opinberra safna og fyrirtækja sem og einkasöfnum. Tolli býr og starfar í Reykjavík.

Details

Start:
19 August
End:
17 September
Event Tags:
,

Venue

Þula
Hjartatorg, Laugavegur 21
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website