LIST Í ALMENNINGSRÝMI
Billboard efnir til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. Dagana 1.–5. janúar 2022 verður Auglýsingahlé á yfir 350 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg. Þessi tími verður helgaður sýningu á nýju verki eftir myndlistarmann sem valinn verður úr hópi umsækjenda.
Listamaðurinn fær 1.000.000 kr greiddar fyrir verkið sem verður að sýningartíma loknum gefið í safneign Listasafns Reykjavíkur. Jafnframt er stefnt að því að verkið verði áfram sýnilegt í almenningsrými í borginni að loknu Auglýsingahléi Billboard.
Verkið verður sýnt á yfir 350 skjáum um alla borgina, bæði skjáum í strætóskýlum og stórum skjáum (6x4m) við götur. Ekki er hægt að sýna hreyfimyndir eða myndskeið en mögulegt er að skipta um mynd á 8 sek. fresti.
Umsækjendur eru beðnir um að senda inn tillögur fyrir kl. 16:00 þann 30. september 2021. Umsóknin skal innihalda stuttan texta um fyrirhugað verk ásamt 1–5 myndum af verkinu (útskýringarmyndir, skissur, ljósmyndir o.s.frv.). Lokaútfærsla verksins verður síðan ákveðin í samstarfi við Y gallery.
Dómnefnd skipuð fulltrúa frá Y gallery, Listasafni Reykjavíkur, Billboard og SÍM fer yfir innsendar tillögur og tilkynnir um val sitt um miðjan október.
Upplýsingar og umsóknareyðublað má nálgast á www.ygallery.is