Borderland Poetics tilkynnir val á þátttakendum 2021

Kamilija Tekle Cizaite, Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, Simona Šulnytė

Kamilija Tekle Cizaite, Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, Simona Šulnytė

Borderland Poetics tilkynnir val á þátttakendum sem voru valdir úr hópi umsækjenda frá Eistlandi, Litháen og Íslandi.

Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, Kamilija Tekle Cizaite og Simona Šulnytė voru valdar úr hópi fjölda umsækjenda, en þær munu starfa hjá CCA og Tallinn Photomonth (Tallinn/Narva, Eistlandi), myndlistarhátíðinni Sequences (Reykjavík, Ísland) og listamiðstöðinni Rubert (Vilnius, Litháen).

Borderland Poetics – starfsnemaskipti, er verkefni ætlað nemendum og einstaklingum sem nýlega hafa lokið námi og vilja öðlast reynslu á störfum við undirbúning og framkvæmd umfangsmikilla listviðburða. Um er að ræða launað starfsnám í 1-2. mánuði, en verkefninu er einnig ætlað að stuðla að auknu samstarfi milli Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.  

Verkefnið er samvinnuverkefni milli CCA (Estonian Centre for Contemporary Art), Rubert, (centre for arts, residencies and education in Lithuania) og KÍM (Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar).

Þátttakendur í verkefninu 2021:

Þórhildur Tinna Sigurðardóttir (f. 1995) er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og verkefnastjóri. Hún hefur tekið að sér fjöbreytt verkefni en þ.m. starfað við LungA hátíðina og Sequence 2019. Meðfram störfum hennar á Íslandi hefur hún leitað sér reynslu í starfi og námi erlendis. Hún hefur gengt störfum hjá listatímaritinu Artzine, RIFF – Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, Nýlistasafninu og starfar við þátttöku Íslands á Feneyjartvíæringnum. Þórhildur Tinna nam listasögu við Université Paris Panthéon-Sorbonne og lauk BA í listfræði frá Háskóla Íslands 2019. Nýlega hefur Þórhildur lokið MA í lista og menningarstjórnun við King’s College, London, þar sem hún lagði áherslu á sýningargerð, mótun viðburðardagskrár og safnafræði. Þórhildur Tinna mun starfa hjá listamiðstöðinni Rubert (centre for arts, residencies and education in Lithuania) í Litháen.

Kamilija Tekle Cizaite (f. 1998) er kvikmyndagerðarkona og ljósmyndari sem býr og stafar í Berlín. Hún útskrifaðist 2017 frá the National M. K. Ciurlionis School of Arts þar sem hún lagði stund á klassískt tónlistarnám í 12 ár. Árið 2021 útskrifaðist hún síðan með BA í kvikmyndagerð frá Catalyst Institute For Creative Arts and Technology í Berlín. Hún hefur tekið að sér fjölbreytt verkefni á sviði leiksstjórnar, hljóð- og myndvinnslu, en einnig sem framleiðandi, leikmyndahönnuður og við handritagerð. Stuttmyndir hennar hafa verið sýndar á hátíðum í Þýskalandi, Litháen og Bandaríkjunum. Ljósmyndir Kamiliju hafa verið birtar í fjölda tímarita.

Simona Šulnytė (f. 1998) útskrifaðist nýverið úr hagfræði og viðskiptafræði frá háskólanum í Árósum, Danmörku. Ritgerð hennar fjallaði um sjálfbæra tísku, og hegðunarmynstur fólks og hvata til kaupa á notuðum fatnaði. Hún hefur hlotið starsreynslu hjá Moderna Art Museum og listamiðstöðinni Rubert í Vilníus. Simona mun aðstoða við verkefni á tvíæringnum Tallinn PhotoMonth og hjá CCA í Eistlandi.

Verkefnið Borderland Poetics Research Programme er samvinnuverkefni á milli – CCA, the Estonian Centre for Contemporary Art, KÍM, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og Rupert, centre for arts, residencies and education. Verkefnið er þriggja ára samvinnuverkefni og er ætlað að stuðla að frekari samvinnu milli Eistlands, Íslands og Litháen á sviði myndlistar. Titill verkefnisins er sóttur í sýninguna „Border Poetics“ sýningarstýrt af Eha Komissarov, 2018.

Verkefnið er styrkt af The Nordic Culture Point.