Andreas Brunner: „Ég hugsa upphátt það sem ég segi hljóðlega“

Ég hugsa upphátt það sem ég segi hljóðlega, er leikur á tvíræðni hluta og möguleg sambönd milli margfeldi þeirra. Krafan um ljóðrænt vægi gerir sambönd hlutanna síbreytileg og merking einkenna þeirra verður marþætt. Hér er túlkun bæði útmáð og skerpt af tvíræðni. Nú fellur vægi rökréttrar túlkunar, og markleysan blómstrar. Sýningin er innblásin af fyrirsjáanlegum áhrifum orða og takmörkunum tungumáls – hún er rómantísk tilraun hjartans um tilkall til rökvísinnar.

Andreas er fæddur 1988 í Zurich, Sviss en býr og starfar í Reykjavík og Lucerne. Hann nam myndlist við Lucerne Listaháskólann og framhalds nám í myndlist við Listaháskóla Íslands.

Síðastliðið ár hefur Andreas unnið að ferlum sem fylgja ekki ákveðnum miðlum, heldur fylgir hann ákveðnum hugmyndum sem lýsa leiðina. Þessar hugmyndir draga oft upp tilvísanir til menningarþróunnar, merkingarsköpunar, auk skynjunarhugtaka um tíma og efnisleika.

Uppbyggingasjóður, Fjallabyggð, Menningarsjóður Siglufjarðar og Aðalbakarí styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Tags: ,

Sýningartími

09.01.2021 - 24.01.2021
Expired!

Frekari upplýsingar

Viðburður á Facebook
Alþýðuhúsið / Kompan

Staðsetning

Alþýðuhúsið / Kompan
Þormóðsgata 13, 580 Siglufjörður
Vefsíða
http://althydushusid.com
Viðburður á Facebook

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *