Berskjölduð

Sunnudaginn 28. mars kl.12-17 opnar sýningin Berskjölduð í Listasafni Reykjanesbæjar. Sýningin er samsýning ellefu listamanna sem fanga á ólíkan hátt áskoranir og viðfangsefni í lífinu. Þau nota eigin sjálfsímynd og reynsluheim sem efnivið og úr því verða til opinská og djörf verk sem við sjálf getum tengt okkur við eða lært af. Sum verkanna sýna úthald og seiglu á meðan önnur fagna mannslíkamanum með húmor og næmni. Frítt er fyrir gesti safnsins.

Á opnunardaginn mun Michael Richardt sýna gjörninginn RED MEAT og mun hann standa yfir allan daginn.

Sýnendur: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Berglind Ágústsdóttir, Dýrfinna Benita, Egill Sæbjörnsson, Freyja Reynisdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Maria Sideleva, Melanie Ubaldo, Michael Richardt, Róska og Sara Björnsdóttir.

Sýningarstjórar: Amanda Poorvu, Ari Alexander Ergis Magnússon, Björk Hrafnsdóttir, Emilie Dalum og Vala Pálsdóttir

Sýningin er verkefni meistaranema í sýningagerð við Listaháskóla Íslands.

Nýlistasafninu, Kvikmyndasafni Íslands og fjölskyldu Rósku eru færðar þakkir fyrir gott samstarf og fyrir lán á verkum.

Sýningartími

28.03.2021 - 25.04.2021
Expired!

Frekari upplýsingar

Viðburður á Facebook
Listasafn Reykjanesbæjar

Staðsetning

Listasafn Reykjanesbæjar
Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær
Vefsíða
http://listasafn.reykjanesbaer.is/
Viðburður á Facebook