Claire Paugam & Valgerður Ýr Magnúsdóttir – Shapeless Vibrations

Innsetningin Shapeless Vibrations skoðar formleysu, viðfangsefni sem listakonurnar kanna í gegnum listsköpun sína.
Að segja að hlutur sé formlaus getur virkað þversagnakennt, að hlutur hafi ekki form þegar allir hlutir hafa form. Hvers vegna að tala þá um formleysu? Hið formlausa er síbreytilegt, óskýrt og erfitt að fanga. Allt sem lifir mun óhjákvæmilega rýrna og missa form sitt. Formleysa er inngangur inn í hið óþekkta, hlið á umhverfi okkar sem forðast að fara eftir reglum. Við teljum að með því að vinna með formleysu sé okkur kleift að endurskoða og enduruppgötva umhverfi okkar. Í stað þess að leitast við fullkomnun og fylgja rökhugsun um hvernig hlutir passa saman er það spennandi að kanna hvernig ólíkir hlutir úr umhverfi okkar mætast á óvæntan hátt.

Um listakonurnar:

Valgerður Ýr Magnúsdóttir er þverfagleg listakona sem stundar mastersnám í myndlist við Listaháskólann í Þrándheimi, Noregi. Hún hefur verið að skoða leiðir til að setja lífræna hluti í mannvirki, til að draga í efa mörkin á milli þess náttúrulega og þess tilbúna. Hversvegna er fegurð gjarnan sett í samhengi við hið náttúrulega á meðan ljótleiki tilheyrir frekar þess tilbúna eða manngerðra? www.valgerdurmagnusdottir.com

Claire Paugam er frönsk þverfagleg listakona sem býr í Reykjavík og lauk mastersnámi frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Hún situr nú sem stjórnarmeðlimur í Nýlistasafninu og hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin ársið 2020. www.clairepaugam.com

Sýningartími

04.07.2020 - 26.07.2020
Expired!

Time

All Day

Frekari upplýsingar

Viðburður á Facebook
Midpunkt

Staðsetning

Midpunkt
Hamraborg 22, 200 Kópavogur
Vefsíða
https://www.facebook.com/midpunkt/
Viðburður á Facebook

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *