Einar Garibaldi Eiríksson: Lykilverk

Gallerí Skilti er eins og nafn gallerísins gefur til kynna skilti sem er utan á húsinu að Dugguvogi 3, 104 Reykjavík, (á horni Dugguvogs og Kænuvogs).

Ég er málari sem gerir myndir af myndum. Ég tengist heiminum í gegnum gjörðina að mála. Ég er umlukinn rými málverksins allt frá því augnabliki að ég tek upp pensilinn. Ber striginn er langt frá því að vera auður. Á vinnustofunni heyri ég raddir, ég finn angan lita er bera nöfn genginna meistara. Upphafið er hér, hefð málverksins. Mynd eftir mynd, þar sem ekkert er upp fundið.

Ferilskrá: Einar Garibaldi Eiríksson er fæddur á Ísafirði árið 1964, hann útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1984 og Accademia di Belle Arti di Brera í Mílanó á Ítalíu árið 1991. Verk Einars Garibalda hafa verið sýnd víða bæði á einka- og samsýningum, ásamt því að hann hefur verið virkur sem sýningarstjóri. Hann býr og starfar í Reykjavík.

Heimasíða: http://www.einargaribaldi.is/

Sýningartími

21.12.2020 - 12.06.2021
Ongoing...

Frekari upplýsingar

Sjá hér
Gallerí Skilti

Staðsetning

Gallerí Skilti
Dugguvogur 3, 104 Reykjavik
Vefsíða
http://www.gallerysign.com
Sjá hér

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *