Endaleysa: Elísabet Brynhildardóttir, Eygló Harðardóttir og Guðrún Benónýsdóttir

Listamennirnir Elísabet Brynhildardóttir, Eygló Harðardóttir og Guðrún Benónýsdóttir leiða saman hesta sína á sýningunni Endaleysa sem fram fer í sýningarrýminu Gletta á Borgarfirði Eystra 17.apríl 2021. Þar sýna þær ný og eldri verk sem unnin eru út frá samtali þeirra á milli. Endaleysa er fyrsta sýningin af þremur í sýningarröð ´uns Superstructure í sýningarrými Glettu 2021.

Listamennirnir finna gjarnan tengingar í verkum sínum og hugmyndum í gegnum vangaveltur um tímaupplifanir í einhverjum skilningi. Hugmynd um tímleysi á kannski jafnvel við, þær reyna gjarnan á þolmörk okkar með verkum sem liggja milli marka tíma og efnis. Hvernig tími, augnablik eða skynjun gæti jafnvel formast eða vera tjáð og hvernig tímaleysa á sér rætur í öllu sem við fáumst við. Listamennirnir eru gjarnan undir áhrifum frá ólíkum nálgunum á hefðbundnu listhandverki eða listformum eins og teikningu, vefnaði, bókverkagerð eða litun og þeir rannsaka brautir listformanna sem grunnstef í efnislegri sköpun sinni.

Sýningartími

17.04.2021 - 18.05.2021
Expired!

Frekari upplýsingar

Viðburður á Facebook
Gletta

Staðsetning

Gletta
Hafnarhús, Borgarfirði Eystri
Vefsíða
https://www.facebook.com/GlettaBE/
Viðburður á Facebook