Fyrir víst

Átta listamenn, búsettir í Svíþjóð, Íslandi og Austurríki, taka þátt í sýningunni og vinna með skúlptúr, ljósmyndir, hljóðinnsetningar og vídeó.
Johannes Wahlström
Klængur Gunnarsson
Kristina Lindberg
Ksenia Yurkova
Lars Dyrendom
Logi Leó Gunnarsson
Maria Safronova Wahlström
Olof Marsja

Sýningastjóri: Maria Safronova Wahlström.

Texti: Maria Safronova Wahlström & Johannes Wahlström.

Þýðing: Þórdís Aðalsteinsdóttir.

Fyrir víst / For Sure

Dagurinn verður grárri eftir því sem á hann líður. Og við vitum fyrir víst hver munurinn er.

Hver einasta manneskja sem hraðar sér í vinnuna í slyddunni á mánudagsmorgni veit það, og öll börnin sem leika sér í forugum leikskólagörðunum vita það. Fréttaþulurinn í kvöldfréttum sjónvarpsins veit það og strætisvagnabílstjórinn veit það. Bókasafnsvörðurinn veit það og sýningarstjórinn á listasafninu veit það. Verkfræðineminn á kaffihúsinu veit það og útigangsmaðurinn sem sefur við lestarstöðina veit það ef þú vekur hann. Pistlahöfundurinn hjá útvarpinu veit það og mamma þín veit það. Við vitum það öll – hver munurinn er á okkur og þeim.

Við efumst ekki um hvað og hver við erum í raun, og við sjáum aðra mjög skýrt. Dagarnir verða grárri en það verða hugsjónir okkar ekki. Þær standa sterkar, í skæru ljósi sjálfsöryggis, og þær munu vísa okkur veginn gegnum rökkrið á óvissutímum.

Sýningin Fyrir víst hættir sér ofan í dýpi hins óþekkta, og fer djarflega inn á áður ókannaðar slóðir. Að minnsta kosti hefur enginn kannað þessar slóðir af fúsum og frjálsum vilja. Til að rannsaka hver við erum og hvað við erum.

Nei, ekki með naflaskoðun í leit að okkar „innra sjálfi“ heldur einhverju mun óhugnanlegra.

Rannsakandi augnaráð listamannsins, stundum truflað af fjörfiski, eða er þetta blikk, kannski blik, eða er jafnvel eitthvað fast í auganu, í okkar eigin samfélögum, í samofinni tilvist okkar, í leit að mörkum þess samfélagskima sem við tilheyrum og þaðan geta þeir dregið upp mynd af inntakinu.

Næstum eins og hvalur hefði gleypt þig og þú sért beðinn um að lýsa hvalnum innan frá, en þó án þess að þú hafir í raun verið gleyptur þar sem þú hefur alltaf verið innan í hvalnum, og þig grunar að þetta hvala-dæmi sem fólk er alltaf að tala um hafi strandað fyrir löngu.

Sýningartími

15.05.2021 - 20.06.2021
Ongoing...

Frekari upplýsingar

Viðburdur á Facebook
Verksmiðjan á Hjalteyri

Staðsetning

Verksmiðjan á Hjalteyri
Hjalteyri, Hörgársveit, 601 Akureyri
Vefsíða
http://www.verksmidjanhjalteyri.com/
Viðburdur á Facebook