GÆSAHÚÐ/FLEUR DE PEAU/FACETIME

Myndlistarsýningin Gæsahúð / Fleur de peau / Facetime opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardaginn 25.júlí með verkum myndlistarmannanna Margrétar Helgu Sesseljudóttur, Serge Comte, Guillaume Paris, Séverine Gorlier, Paola Salerno og Haraldar Jónssonar. Hópurinn er samsettur úr þremur kynslóðum frá Íslandi, Frakklandi og Ítalíu sem í áranna rás hafa tengst úr ólíkum áttum en koma nú öll saman í fyrsta sinn. Gæsahúð/Fleur de peau/Facetime tekur á sig ýmsar myndir og vísar titillinn í leiðarstef sýningarinnar sem er millibilið og samtímis víxlverkun líkama og umhverfis, tilfinninga og arkitektúrs, skynjunar og rýmis á þessum tímamótum. Verkin á sýningunni leiða um svæðið, teygja sig milli hæða og fléttast um króka og kima byggingarinnar.

Listamennirnir nálgast staðhætti á ýmsa lund með myndvörpunum, hitamyndum, í hljóðverkum, innsetningum, teikningum og ljósmyndum. Verkin kallast á og mynda sérstakan samhljóm þegar þau mætast og tengjast á margslunginn hátt við þessi heimsendamörk.Við opnun sýningarinnar verður frumfluttur gjörningur.

Sýningartími

25.07.2020 - 30.08.2020
Ongoing...
Verksmiðjan á Hjalteyri

Staðsetning

Verksmiðjan á Hjalteyri
Hjalteyri, Hörgársveit, 601 Akureyri
Vefsíða
http://www.verksmidjanhjalteyri.com/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *