Gudmund Sand og Haakon Sand: Sirkus Norðurskautsins

Ljósmyndararnir Haakon Sand og Guðmund Sand fylgdu sirkuslistafólki í Sirkus Íslands eftir við líf og störf í rúmt ár.

Þeim var tekið opnum örmum af þessum samheldna hópi listamanna sem færir fólki gleði með list sinni og vinnur að því að nútímavæða og umbreyta hugmyndum fólks á sirkuslistforminu. Haakon og Gudmund vildu fanga anda sirkusins og úr varð myndaserían Sirkus Norðurskautsins.

Frændurnir Gudmund og Haakon Sand stofnuðu framleiðslufyrirtækið Sandbox í Osló, Noregi, árið 2016. Þeir vinna að heimildamyndum sem og persónulegum verkefnum á svið kvikmynda og ljósmyndunar. Verk þeirra hafa hlotið lof á kvikmyndahátíðum víða um heim og hlotið verðlaun.

Sýningartími

04.03.2021 - 30.05.2021
Ongoing...

Frekari upplýsingar

Sjá hér
Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Staðsetning

Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð 101 Reykjavík
Vefsíða
https://borgarsogusafn.is/ljosmyndasafn-reykjavikur
Sjá hér

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *